Pólfoss strandaður við Noreg

Eimskip
Eimskip

Frystiskipið Pólfoss, skip Eimskipafélagsins, strandaði við eyjuna Altra í Norður-Noregi um sexleytið í morgun. Ekki urðu slys á áhöfn og ekki vitað um skemmdir á skipi og farmur er óskemmdur.

Pólfoss strandaði á sandgrynningum og ekki hefur verið vart við neinn olíuleka úr skipinu, samkvæmt upplýsingum frá Eimskip.

Skipið var að á leið frá Melbu til Álasunds þegar óhappið varð. Veður á strandstað er gott. Áhöfnin er að meta aðstæður og næsta flóð er um klukkan 13:45 á staðartíma, 12:45 að íslenskum tíma.

Ekkert er vitað um tildrög strandsins að svo stöddu en félagið er vátryggt fyrir tjónum sem þessum.

Pólfoss
Pólfoss Af vef Eimskip
Eimskip.
Eimskip.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert