Síðustu sólargeislarnir

Það var fagurt um að litast á Fáskrúðsfirði í morgun er sólin baðaði fjallstoppa í nágrenninu, Hoffellið og Vaðhornið. Sólin er nú horfin sjónum úr bænum og verður ekki sýnileg fyrr en í lok janúar.

Um 20. til 23. desember er sól lægst á lofti á norðurhveli jarðar og um 20. til 23. júní rís hún svo hæst og gengur ekki til viðar í norðlægari löndum.

Almanak Háskóla Íslands

mbl.is