Segir dýrari lyfin ekki síður misnotuð

mbl.is/Friðrik

„Ég skil ekki hvernig fjárlaganefnd getur ákveðið það upp á sitt eindæmi að lyf verði ekki niðurgreitt lengur,“ segir Grétar Sigurbergsson geðlæknir um þá ráðstöfun á fjárlögum 2013 að lækka niðurgreiðslur á rítalínskyldum lyfjum. 

„Það er óhugsandi að mínir sjúklingar geti sjálfir greitt þessi lyf og það er óskiljanlegt í mínum huga hvernig hægt er að svipta ákveðinn hóp sjúklinga rétti til niðurgreislu nauðsynlegra lyfja, án þess að til komi læknisfræðileg rök. Ég botna ekki í hvernig svona aðgerð verður til og ég furða mig á að Landlæknir skuli ekki sjá ástæðu til þess að gera athugasemdir og koma sjúklingum til varnar,“ bætir Grétar við í umfjöllun um mál þessi í Morgublaðinu í dag.

Gagnrýnir hann, að á fjárlögum 2013 sé gert ráð fyrir að lækka niðurgreiðslur á rítalínskyldum lyfjum til fullorðinna um 220 milljónir króna, úr 340 milljónum á þessu ári.

„Sú hótun hefur lengi legið í loftinu að nú skuli alfarið hætt að niðurgreiða virkustu lyfin fyrir fullorðna með ADHD. Sjúklingar mínir, sem nota þessi lyf, eru skiljanlega margir skelkaðir,“ segir Grétar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert