Ætla ekki að segja upp samningum

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Vilmundur Jósefsson formaður SA.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Vilmundur Jósefsson formaður SA. mbl.is/Árni Sæberg

„Við munum ekki hafa frumkvæði að því að segja upp kjarasamningum,“ segir Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. Hann segir að SA séu tilbúnir til að ræða við verkalýðshreyfinguna um kjarabætur án beinna launahækkana.

Þetta kom fram á blaðamannafundi SA í dag. Í janúar verða forsendur gildandi kjarasamninga á almennum vinnumarkaði metnar, en verði þeim ekki sagt upp hækka laun um 3,25% þann 1. febrúar nk. og gilda þá samningarnir sem ritað var undir í maí 2011 til loka janúar 2014.

Fram kom á fundinum að meginmarkmið kjarasamningana um að kaupmáttur aukist hafi náðst. Markmið um verðbólgu og í gengismálum hafi ekki náðst og ennfremur vanti talsvert á að stjórnvöld hafi staðið við skuldbindingar sínar.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði varðandi hlut stjórnvalda að það væri alveg skýrt að stjórnvöld hefðu ekki staðið við fyrirheit um lækkun tryggingagjalds.

Vilhjálmur sagði að ástæðan fyrir því að hagvöxtur væri minni en vonast hefi verið eftir og verbólgan væri meiri, væri sú að ekki hefði orðið hér það innstreymi fjármagn til fjárfestinga sem menn hefðu reiknað með þegar kjarasamningarnir voru gerðir. Þetta hefði stuðlað að hærra gengi og það hefðu ekki orðið til þau nýju og verðmætu störf sem vonast var eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert