Nýta síldina til fóðurs

Nóg var að gera í Kolgrafafirði í gær. Þessir feðgar …
Nóg var að gera í Kolgrafafirði í gær. Þessir feðgar settu síldina beint í söltun og hyggjast nota hana sem kindafóður. mbl.is/Gunnar Kristjánsson

Feðgarnir Skúli Skúlason og Guðmundur Margeir frá Hallkelsstaðahlíð nældu sér í síld sem lá dauð í fjörunni í Kolgrafafirði í gær.

Nokkuð hefur verið um að bændur hafi náð sér í síld í fjörunni og á meðfylgjandi mynd  má sjá feðgana bera síldina að hestakerru þar sem síldin var söltuð jafnharðan. Feðgarnir segjast ætla að nota síldina í fóður fyrir kindurnar á bænum.

Fulltrúar Hafrannsóknastofnunar funduðu í gær í sjávarútvegsráðuneytinu vegna málsins og munu sérfræðingar fara í dag að rannsaka aðstæður í firðinum.

Í framhaldinu verður tekin ákvörðun um hvort og þá með hvaða hætti hreinsunarstarf mun fara fram.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert