Sáu kostina við aðildina

Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands.
Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands. AFP

Stuðningur við aðild Eistlands að Evrópusambandinu jókst eftir að landið gerðist meðlimur árið 2004, sérstaklega á meðal landsbyggðarfólks og fólks í landbúnaði. Þetta kom fram í máli Urmas Paet, utanríkisráðherra Eistlands, á opnum fundi í Þjóðmenningarhúsinu nú í hádeginu.

Eistland hefur verið í Evrópusambandinu frá árinu 2004 og verið hluti af evrusvæðinu frá 2010. Paet sagði að um 68% Eista hafi samþykkt aðildina í þjóðaratkvæðagreiðslu en nú sé stuðningurinn við aðildina einn sá mesti í Evrópu.

„Fólk sá hvað fólst í því að vera aðildarríki ESB. Mesta breytingin var á meðal landsbyggðarfólks og aðila í landbúnaði sem sá hvaða kosti hlutir á borð við landbúnaðarstyrki og sameiginlega markaðinn buðu upp á. Þetta viðhorf breiddist um allt samfélagið og nú er stuðningurinn við aðildina yfir 80%,“ sagði Paet.

mbl.is