Sérsveitin kölluð út vegna vopnaðs manns

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson
Kalla þurfti sérsveit ríkislögreglustjóra út í morgun vegna manns sem var vopnaður í heimahúsi í Hafnarfirði.

Lögreglan fékk um kl. 5 í morgun tilkynningu um slagsmál í heimahúsi í Hafnarfirði. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að maður í húsinu var vopnaður haglabyssu. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á staðinn og handtók hún manninn og var hann vistaður í fangageymslu lögreglunnar við Hverfisgötu. Haglabyssan reyndist óhlaðin. Einnig fannst á vettvangi riffill. Lagt var hald á vopnin og eru þau í vörslu lögreglu.

Um kl. 05:36 var tilkynnt um líkamsárás utan við bar á Hverfisgötu. Þarna hafði karlmaður veist að tveim stúlkum og slegið þær og sparkað í þær þannig að á þeim sá. Þær fóru á slysadeild til aðhlynningar. Árásarmaðurinn farinn af vettvangi þegar lögregla kom og hefur ekki fundist en lögregla telur sig vita hver hann er.

Talsvert hefur verið að gera hjá lögreglunni í nótt og í morgun. Eitthvað var um minniháttar pústra í miðbænum. Þá var mikið að gera í því að sinna allskyns útköllum, vegna hávaða, aðstoð við leigubifreiðastjóra og fleira sem allt tengist ölvun.

Þá gista 10 fangageymslu lögreglu vegna ýmiss konar mála.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert