Færðu upplýsingar á milli greiðslukorta

Rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins trúði því vart að tveir menn í annarlegu ástandi gætu notað stolið greiðslukort 80 sinnum á fjórum dögum án þess að afgreiðslufólk gerði athugasemd. Eftir að hafa legið yfir upptökum úr öryggismyndavélum komst hann að því að mennirnir notuðu alls ekki stolna kortið.

Fjallað er um óvenjulegt kortasvindl í þættinum 112 hér á MBL Sjónvarpi. Tveir menn komust yfir greiðslukort með því að brjóta upp póstkassa við hús í vesturbænum. Á fjórum dögum skuldfærðu þeir á kortið 1,2 milljónir króna. Upp um þá komst þegar þeir voru stoppaðir á stolnum bíl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert