Ráðuneytið á ekki jarðalista

Ríkið greiðir laun þjóna kirkjunnar skv. samkomulaginu.
Ríkið greiðir laun þjóna kirkjunnar skv. samkomulaginu. mbl.is/Eggert

Ekki er til listi yfir kirkjujarðir og aðrar kirkjueignir sem ríkið tók við með samkomulagi við þjóðkirkjuna árið 1997 hjá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og því er ekki hægt að meta verðmæti þeirra né sjá hvort útbúið hafi verið sérstakt afsal frá kirkjunni til ríkissjóðs.

Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins til Svavars Kjarrvals sem óskaði eftir upplýsingum um kirkjujarðirnar. Í svarinu segir að enginn listi yfir jarðirnar hafi fundist í skjalasafni ráðuneytisins.

Samkvæmt upplýsingum Biskupsstofu er til skrá um kirkjueignir sem Ólafur Ásgeirsson, fv. þjóðskjalavörður, vann árið 1992 á skjalasafni hennar. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að jarðirnar sem um ræðir séu að minnsta kosti 600-700 talsins. Erfitt sé hins vegar að leggja mat á verðmæti þeirra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert