Þrengt að erlendum aðilum

Grímsstaðir á Fjöllum.
Grímsstaðir á Fjöllum. mbl.is

Heimild innanríkisráðherra til þess að veita undaþágur til erlendra aðila vegna eignar- eða afnotaréttar yfir fasteignum hér á landi verður takmörkuð ef nýtt frumvarp innanríkisráðuneytisins um breytingar á lögum um eignarrétt og afnot fasteigna verður samþykkt.

Samkvæmt frumvarpinu þurfa einstaklingar að vera íslenskir ríkisborgarar eða með lögheimili á Íslandi til að öðlast eignar- eða afnotarétt yfir fasteignum.

Þá er lagt til að heimild ráðherra til þess að veita undanþágu frá almennum skilyrðum laganna með stjórnvaldsákvörðun til beinnar notkunar fasteignar í atvinnustarfsemi verði færð í fyrra horf að hluta til og afmörkuð nánar. Í breytingum á reglugerð er svo kveðið á um að borgarar frá EES-svæðinu geti aðeins keypt jarðir í atvinnutilgangi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »