Íslendingar eru úr takti við sólina

Dimmt yfir Skólavörðuholtinu.
Dimmt yfir Skólavörðuholtinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Birtutíminn á morgnanna styttist um rúmar 6 vikur á Íslandi vegna þess að við færum ekki klukkuna aftur yfir á vetrartíma. Vegna þessa er viðvarandi togstreita yfir veturinn hjá líkamsklukku Íslendinga og staðarklukkunnar, sem líkja má við þotuþreytu og kemur hjá mörgum fram í depurð eða þunglyndi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju blaði SÍBS, sem hefur leitt saman hóp sérfræðinga til að fjalla um skammdegisþunglyndi og ósamræmi líkamsklukku og íslensku klukkunnar. Ósamræmi sem veldur því að hér á landi fer fólk almennt á fætur þegar það ætti kannski að vera steinsofandi. Í blaðinu eru m.a. greinar eftir geðlækna, sálfræðing og lífeðlisfræðing sem allar fjalla um mismunandi hliðar þessa máls og má draga þá ályktun að breyting á klukkunni gæti haft mikil áhrif á lífsgæði margra.

Skammdegið hellist yfir 3 vikum of snemma

„Ef við slökum á þessari togstreitu milli líkamsklukkunnar og íslensku klukkunnar yfir veturinn getur það bætt líðan okkar og lagað svefnvenjur, en jafnvel einnig sparað okkur útgjöld í heilbrigðiskerfinu,“ segir Guðmundur Löve, framkvæmdastjóri SÍBS, í leiðara.

Klukkan á Íslandi hefur verið still á sumartíma allt árið frá 1968 og er óvenjumikill munur hér á klukkunni og raunverulegum sólartíma. Guðmundur bendir á að þegar sólin er í hádegisstað sé klukkan orðin 13.30 í Reykjavík og því birti um 1,5 tímum seinna hjá okkur en í löndum sem stilla klukkuna rétt miðað við sólartíma.

Á sumrin kemur það ekki að sök en á veturna þýðir þetta að skammdegið hellist yfir okkur þremur vikum of snemma og sleppir tökunum þremur vikum of seint.

Farsælla að lifa í takt við árstíðirnar

Þórgunnur Ársælsdóttir geðlæknir segir í grein í blaðinu að á síðustu áratugum hafi þekking á lífsklukkunni og áhrifum ljóss á hana tekið miklum framförum en vitneskja um skammdegisþunglyndi nái þó aftur í aldir enda eru til frásagnir af grískum og rómverskum læknum til forna sem meðhöndluðu depurð og drunga með sólarljósi.

Orsakir skammdegisþunglyndis eru ekki þekktar að sögn Þórgunnar en talið er að það tengist minnkandi dagsbirtu hausts og vetrar sem valdi truflun á líkamsklukkunni og/eða melatónínframleiðslu. Þá geti minnkun dagsbirtu dregið úr framleiðslu seratoníns.

Í íslenskri rannsókn mældist algengi skammdegisþunglyndis 3,8% og skammdegisdrungi, sem hefur vægari einkenni, mældist 7,8%. Þórgunnur bendir á að lítill hluti mannkyns búi jafnnorðarlega og við jafnmikið skammdegi og Íslendingar og að kannski væri farsælla fyrir okkur að lifa meira í takt við árstíðirnar og hægja á okkur yfir vetrartímann.

Viðvarandi togstreita leiðir til svefnskorts

Björg Þorleifsdóttir lektor í lífeðlisfræði fjallar um lífsklukku mannslíkamans, en svo er kölluð innbyggð klukkuvirkni sem taugafrumur í undirstúku heilans hafa, og raunar fleiri frumur líkamans, s.s. í meltingarveginum. Dagsbirtan er það sem hefur mest ytri áhrif á þessa innbyggðu líkamsklukku að sögn Bjargar.

Sumartími allt árið um kring veldur að sögn Bjargar viðvarandi togstreitu milli líkamans og daglegra athafna sem sinna þarf í takt við klukkuna. Þetta s.k. dægurrask hefur áhrif á líðan fólks og kemur m.a. fram í því að fólk fer seinna að sofa þrátt fyrir að það þurfi að vakna á ákveðnum tíma til vinnu eða skóla. Þetta leiðir til svefnskorts og afleiðingar hans eru dagsyfja, sem leiðir til skertra afkasta, lengri viðbragðstíma og minni einbeitingarhæfni. Nýlegar rannsóknir benda einnig til þess að of lítill svefn sé áhættuþáttur fyrir offitu.

Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir að skekkjan milli sólargangs og klukkunnar þýði að flestir séu í raun og veru að fara á fætur um miðja nótt til að mæta í vinnu eða skóla. „Þannig má segja að ytri aðstæður séu að þröngva okkar innri líkamsklukku í rangan takt.“

Í blaði SÍBS eru fjallað um ýmsar fleiri hliðar líkamsklukkunnar, skammdegis og staðarklukku á Íslandi. Nálgast má blaðið í heild sinni hér.

Bílalest á Miklubraut lýsir upp skammdegismyrkrið.
Bílalest á Miklubraut lýsir upp skammdegismyrkrið. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Á Íslandi birtir um 1,5 tíma seinna en þar sem ...
Á Íslandi birtir um 1,5 tíma seinna en þar sem klukkan er stillt miðað við sólartíma. mbl.is
Síðbúin sólarupprás við Rauðavatn.
Síðbúin sólarupprás við Rauðavatn. mbl.is/Ernir Eyjólfsson
Strætófarþegar halda til skóla og vinnu í morgunskímunni.
Strætófarþegar halda til skóla og vinnu í morgunskímunni. mbl.is/Golli
mbl.is

Innlent »

Ofurölvi ók á þrjá bíla

06:08 Ofurölvi kona var handtekin um kvöldmatarleytið í gærkvöldi eftir að hún hafði ekið á þrjár bifreiðar við fjölbýlishús í Breiðholti (hverfi 109). Meira »

Blæddi mikið eftir árás

05:54 Maður sem var sleginn í höfuðið með glasi var fluttur með sjúkrabifreið á Landspítalann á ellefta tímanum í gærkvöldi með mikið blæddi úr höfði mannsins. Ökumaður er alvarlega slasaður eftir bílveltu við Rauðhóla í gærkvöldi. Meira »

Andlát: Eymundur Matthíasson

05:30 Eymundur Matthíasson lést 16. ágúst síðast liðinn eftir langvinn veikindi. Eymundur stofnaði hljóðfæraverslunina Sangitamiya á Klapparstíg árið 2005, en þar eru seld hljóðfæri frá öllum heimshornum. Meira »

Setja viðræður í nýtt ljós

05:30 Upplýsingar um launaþróun forstjóra ríkisfyrirtækja setja kjaraviðræður BHM við ríkisvaldið í nýtt ljós að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns BHM. Upplýsingarnar sem um ræðir komu fram í svari við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar, þingmanns Viðreisnar, til fjármálaráðherra. Meira »

Óvissa um áhrif skýjalöggjafar

05:30 Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna. Meira »

Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

05:30 Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi. Meira »

„Vitni að dapurlegri stund“

05:30 „Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans.“ Meira »

Katrín verður ekki á landinu

05:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hún yrði ekki stödd hér á Íslandi þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kæmi í heimsókn til Íslands hinn 4. september næstkomandi. Meira »

87,8% vegna mannlegra mistaka

05:30 Mannleg mistök eru langalgengasta orsök umferðarslysa eða 87,8%. Þetta kemur fram í rannsókn verkfræðistofunnar Mannvits á slysum á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins. Var Rannsóknin unnin með styrk frá Vegagerðinni sem birti jafnframt rannsóknina. Meira »

20 fylgjast með komu Angelu Merkel

05:30 Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag. Meira »

Hafa sinnt verkefnum vegna sæstrengs

Í gær, 22:46 Tvö íslensk almannatengslafyrirtæki hafa sinnt verkefnum fyrir erlenda fjárfesta sem hafa áhuga á því að leggja sæstreng fyrir rafmagn á milli Íslands og Bretlands, en mikið hefur verið rætt um slíkan sæstreng í umræðunni sem átt hefur sér stað um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Meira »

Ok, tragikómískt hvarf

Í gær, 22:15 Jón Gnarr fór að fjallsrótum Oks í morgun þar sem hópur fólks var kominn saman til að reisa minnisvarða horfnum jökli. Það var kalt og ljóst að Kaldidalur er ekki orðinn Hlýidalur, þrátt fyrir hamfarahlýnun. Meira »

Jepplingur valt á Suðurlandsvegi

Í gær, 22:04 Jepplingur valt á Suðurlandsvegi við Rauðhóla á níunda tímanum í kvöld. Bíllinn hafði hafnað á ljósastaur eftir að hafa farið nokkrar veltur. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild. Meira »

Tveir menn á sjúkrahúsi á Akureyri

Í gær, 20:58 Tveir íslenskir karlmenn liggja á Sjúkrahúsinu á Akureyri, sem urðu fyrir sama fólksbíl, annar hjólandi en hinn gangandi. Hundur annars þeirra varð einnig fyrir bílnum. Ökumaður bílsins slapp ómeiddur. Meira »

Keyrt á tvo menn og hund á Akureyri

Í gær, 19:34 Keyrt var á tvo menn á hjóli og einn hund á Glerárgötu á Akureyri síðdegis í dag. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sjúkrahús. Málið er talið alvarlegt. Meira »

Tekið um 200 kíló af fíkniefnum

Í gær, 19:27 Tæplega 200 kíló af fíkniefnum hafa verið haldlögð af lögreglunni og tollinum það sem af er ári. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins en í byrjun ágúst náði lögreglan á Austurlandi 43 kílóum af amfetamíni og kókaíni um borð í Norrænu. Meira »

Bækur og baðstrandir Braga á Skaga

Í gær, 19:15 Bragi er búinn að standa í bókaútgáfu í nær 60 ár og nú þarf að flytja bækurnar úr einbýlishúsinu yfir í fjölbýlishúsið. Ærið verkefni. En Skaginn er í blússandi uppgangi og Bragi fylgist ánægður með. Meira »

Lambahryggir vógu að rótum hjartans

Í gær, 18:30 Sigrún Magnúsdóttir fyrrverandi ráðherra fór um víðan völl í ræðu sinni á Hólahátíð í dag. Eða það sagði hún að hún ætlaði að gera, í samtali við mbl.is fyrr í dag, þar sem hún deildi hluta af Hólaræðu sinni og hugleiðingum um hin ýmsu mál. Meira »

Útkall vegna brimbrettakappa

Í gær, 17:59 Björgunarsveitir á Ólafsfirði og Siglufirði voru kallaðar út síðdegis vegna brimbrettakappa sem voru komnir í ógöngur við fjöruna við Kleifarveg í Ólafsfirði. Þeir komust sjálfir í land. Meira »
Arkitektar og verkfræðingar: Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4 til leigu
Til leigu er 230 fermetra skrifstofurými í austurenda á 5. og efstu hæð Bolholts...
Súper sól
Súper sól...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...