Bjarni endurkjörinn formaður

Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins fyrir stundu. Bjarni fékk 78,9% atkvæða en mótframbjóðandi hans, séra Halldór Gunnarsson í Holti, fékk 1,6% atkvæða. Bjarni var fyrst kjörinn formaður flokksins í mars 2009 en hann hlaut þá rúmlega 58% atkvæða.

Alls voru greidd 1.229 atkvæði og fékk Bjarni 939 atkvæði eða 78,9% greiddra atkvæða.

Auð og ógild atkvæði voru 39.

Hanna Birna fékk 224 atkvæði eða 18,8%.

Séra Halldór Gunnarsson í Holti fékk 19 atkvæði eða 1,6% atkvæða.

mbl.is