Munu hittast á fundi á eftir

Staðfest er að formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni ræða saman …
Staðfest er að formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins muni ræða saman í dag um myndun nýrrar ríkisstjórnar. mbl.is

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun hitta Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fundi síðar í dag eða í kvöld. Hvorki tímasetning né staðsetning þess fundar hefur þó fengist upp gefin en staðfest að fundur muni örugglega eiga sér stað.

Með þeim fundi hefur Sigmundur Davíð rætt við alla formenn þeirra flokka sem sæti náðu á Alþingi í nýafstöðnum þingkosningum.

Í morgun hitti Sigmundur Davíð formenn Bjartrar framtíðar og Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Í gær hitti hann formann Samfylkingarinnar og kaptein Pírata.

Frétt mbl.is: Sigmundur Davíð læddist út

Frétt mbl.is: Sigmundur fundar með Katrínu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert