Mýturnar um múslima

Gert er ráð fyrir níu metra háum turni á fyrirhugaðri ...
Gert er ráð fyrir níu metra háum turni á fyrirhugaðri mosku í Sogamýri. AP

Í kjölfar samþykktar borgarráðs á deiluskipulagi þar sem gert er ráð fyrir að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku í Sogamýri hafa miklar umræður um réttmæti slíkrar byggingar átt sér stað. Nokkrir hópar eru nú á Facebook auk þess sem margar greinar hafa verið ritaðar þar sem fólk ýmist mótmælir eða lýsir yfir stuðningi við bygginguna. Ljóst er að skoðanir eru bæði sterkar og skiptar. Ýmsum fullyrðingum er þar haldið fram, en hvað er til í þeim? Hér verður stiklað á nokkrum þeim atriðum sem upp hafa komið í umræðunni, þó listinn sé ekki tæmandi.

Engin vandamál að sögn lögreglu

Í kynningartexta mótmælasíðunnar „Mótmælum mosku á Íslandi“ sem tæplega 2.000 manns hafa „líkað“ við á Facebook segir: „Það er öryggismál að ekki verði leyfð bygging mosku á Íslandi, þar sem undirbúningur hryðjuverka virðist oft eiga upptök sin innan veggja moskunnar.“

Á Íslandi eru tvö trúfélög múslima. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru 465 skráðir í Félag múslima á Íslandi og í Menningarsetri múslima á Íslandi eru 305 félagar. Félag Múslima á Íslandi hefur verið með mosku í húsnæði í Ármúlanum frá árinu 2002, en Menningarsetur múslima á Íslandi hefur verið með mosku í Ýmishúsinu við Skógarhlíð frá október 2012. Moska hefur því verið á Íslandi í 12 ár. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur þeim aldrei borist tilkynning um nokkurs konar vandamál tengt moskunni á þeim tíma.

Hvetja til umburðarlyndis

Á sömu síðu segir: „Íslam bannar múslimum að aðlagast gestgjafaþjóðfélaginu. Múslimar vingast ekki við kristið fólk heldur  berjast við það og sýna því fjandskap.“

Í lögum Félags múslima á Íslandi segir að markmið félagsins sé að koma í veg fyrir hvers konar öfgar, ofstæki og yfirgang í nafni trúarbragða, íslam eða annarra, og að efla virðingu fyrir og umburðarlyndi gagnvart öllum trúarbrögðum. Þá segir að markmið félagsins sé að vinna gegn hvers konar mismunum á grundvelli uppruna, ætternis eða trúarbragða.

Á vefsíðu Félags múslima á Íslandi kemur fram að félagið hefur staðið fyrir þvertrúarlegum samkomum þar sem einstaklingar frá ýmsum trúfélögum koma saman, þar á meðal bahá'íargyðingarkristnirmúslimar og búddistar. Þar kemur fram að samkomurnar séu haldnar til að árétta mikilvægi gagnkvæmrar virðingar meðal trúarbragða og stuðla  friði.

Svipaður fjöldi á hvert bænahús múslima og kristinna

Í umræðunni hafur einnig verið bent á að skráðir meðlimir í Félagi múslíma á Íslandi séu aðeins 465 og þá hvort nauðsyn sé á að svo lítill hópur fái svo stóra lóð undir bænahús. Samkvæmt vefsíðunni www.tru.is eru 332 kirkjur á landinu og 41 bænahús og kapellur. Samkvæmt Hagstofu Íslands eru meðlimir þjóðkirkjunnar 245.184. Það eru því 658 safnaðarmeðlimir þjóðkirkjunnar á hvert bænahús. 

Turn sem setur svip á borgina

Samkvæmt deiliskipulaginu er gert ráð fyrir um níu metra háum bænaturni á moskunni og hafa nokkrir bent á að svo hár turn muni gnæfa yfir borgarmyndina. Til að setja hæð turnsins í samhengi má nefna að turn Langholtskirkju, sem er hvað nálægust, er 29,7 metrar og verður turninn því um 1/3 af hæð Langholtskirkjuturns. Til enn frekari samanburðar má nefna að turn Hallgrímskirkju er 73 metrar og verður turninn því tæplega 1/8 af hæð Hallgrímskirkjuturns.

Þá hefur nokkuð farið fyrir ábendingum um mögulega hávaðamengun sökum bænakalls. Í hinni almennu mosku er venjan sú að hafa bænakall fimm sinnum á dag. Bænakall tíðkast í fleiri trúarbrögðum og er klukkuspil í kirkjum eitt þeirra. Samkvæmt tru.is eru engar opinberar reglur um klukknahringingar í kirkjum á Íslandi, en meginreglan er bænaslög þrisvar á dag. Þetta er þó mismunandi eftir kirkjum og á höfuðborgarsvæðinu eru meðal annars þrjár kirkjur sem slá tímaslög á heila tíma hverrar klukkustundar.

Umskurður ekki venja á Íslandi

Á nokkrum síðum á Facebook er það gagnrýnt að börn múslima séu umskorin, en þar segir í athugasemd: „Umskurður er skylda fyrir sérhvern karl og konu með því að skera hluta forhúðarinnar af limnum, en umskurður kvenna fer fram með þeim hætti að skera út snípinn (hann er kallaður á arabísku Hufaad).“

Umskurður stúlkna á Íslandi er bannaður með lögum, en samkvæmt 218. gr. a. almennra hegningarlaga er lögð refsing við að fjarlægja kynfæri stúlkna að hluta eða öllu leyti. Umskurður á drengjum er ekki bannaður með lögum, en er hins vegar afar sjaldgæfur á Íslandi og nánast einungis framkvæmdur af heilsufarsástæðum. Þá ber að tilkynna alla umskurði til barnaverndarnefndar.

Tvö lönd með meirihluta múslima banna kirkjur

Í nokkrum athugasemdum síðunnar segir að ekki eigi að leyfa mosku á Íslandi, þar sem kirkjur eru ekki leyfðar í Miðausturlöndum. Íslam er höfuðtrúarbrögð 49 landa og kirkjur eru bannaðar í tveimur þeirra, í Sádi-Arabíu og Máritaníu. Í Máritaníu var lagt bann við kirkjum árið 2006, en þar er trúfrelsi takmarkað við íslam í stjórnarskrá landsins. Í Saudi Arabíu er trúfrelsinu hins vegar ekki settar lagaskorður, en útlegð eða dauðarefsing liggur við því að hverfa frá islam.

Facebook síða hópsins Mótmælum mosku á Íslandi

Facebook síða hópsins Styðjum byggingu mosku á Íslandi

Turn Hallgrímskirkju er 73 metrar, en gert er ráð fyrir ...
Turn Hallgrímskirkju er 73 metrar, en gert er ráð fyrir níu metra turni á moskunni í Sogamýri mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir
Múslimar á Íslandi
Múslimar á Íslandi Morgunblaðið/Ómar Óskarsson
Ætluð staðsetning moskunnar
Ætluð staðsetning moskunnar
mbl.is

Innlent »

Einn með allar tölur réttar í jókernum

Í gær, 22:58 Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Einn Íslendingur hrósaði þá happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Meira »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

Í gær, 21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »

Hefja athugun á Tekjur.is

Í gær, 21:01 Persónuvernd hefur hafið athugun á birtingu Viskubrunns ehf. á skattskrárupplýsingum fyrir árið 2016 á vefsíðunni Tekjur.is, en stofnunni hefur borist fjöldi erinda frá einstaklingum sem telja brotið gegn persónuverndarlöggjöf með birtingunni. Meira »

Glæpasögurnar þóttu ekki bókmenntir

Í gær, 20:50 Nú ber svo við að fyrir þessi jól mun Arnaldur Indriðason rjúfa 500 þúsund eintaka múrinn í sölu hér á landi. Af því tilefni mun útgefandi hans lauma gullmiða í 500 þúsundasta einstakið. Þá hafa bækur hans selst í 14 milljónum eintaka víða um heim. Meira »

Verslunin verður að vera upplifun

Í gær, 20:30 „Það þarf að vera eitthvað skemmtilegt um að vera í búðinni, uppákomur, spilakvöld, fyrirlestrar. Það þarf að vera upplifun,“ segir Gísli Einarsson, eigandi Nexus, sem í enn eitt skiptið er að stækka og opnar í gamla Útilífsplássinu í Glæsibæ um helgina. Slíkt eigi netið erfitt að keppa við. Meira »

„Ríkir algjör óvissa um loðnuna“

Í gær, 20:27 „Við höfum þurft að elta síldina austur eftir og vorum komnir á veiðisvæðið snemma í gærmorgun. Við tókum tvö hol í gær, um 200 til 220 tonn í hvoru, en í dag höfum við ekkert getað verið að veiðum vegna skítabrælu.“ Meira »

„Týpískt íslenskt haustveður“

Í gær, 20:15 „Þetta verður týpískt íslenskt haustveður,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um leiðindaveðrið sem spáð er á morgun. Í nótt má búast við hvassviðri sunna og suðvestanlands, en í fyrramálið bætir í vind um allt land. Á Meira »

Leikur sér að bragðlaukum Norðmanna

Í gær, 20:00 Kokkurinn Atli Már Yngvason opnaði nýverið veitingastaðinn Kötlu í Ósló og hefur hlotið einróma lof matargagnrýnenda. „Við opnuðum núna 28. ágúst og það er búið að vera opið í tvo mánuði og troðfullt á hverjum degi,“ segir Atli um opnun Kötlu. Meira »

Sendu inn tilboð en heyrðu ekki meira

Í gær, 19:45 Aðili sem sendi inn sendi inn hugmynd að rekstri og gerði tilboð í leiguverð í bragganum margumtalaða, þegar Reykjavíkurborg auglýsti eftir hugmyndum árið 2014, segir borgina aldrei hafa verið haft samband við sig, fyrir utan bréf þar sem honum var tilkynnt að tveir aðilar hefðu skilað inn tilboði. Meira »

„Tjónið að mínu mati augljóst“

Í gær, 19:00 „Þetta mál er búið að taka ansi langan tíma,“ seg­ir Ólaf­ur Ad­olfs­son, lyfja­sali og eig­andi Apó­teks Vest­ur­lands. Hæstirétt­ur hef­ur dæmt Lyf og heilsu til að greiða Apó­teki Vest­ur­lands fjór­ar og hálfa millj­ón í bæt­ur vegna sam­keppn­is­brota. Meira »

Skólarnir breyti samfélagi

Í gær, 18:45 Líklegt er að á næstu áratugum verði viðamiklar breytingar á íslensku skólakerfi þar sem hefðbundin mörk skólastiga breytast eða mást jafnvel út. Þetta segir Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands. Hann segir að ræða þurfi lengingu skólaskyldu. Meira »

Indverskur víbríngur Geirs Ólafs

Í gær, 18:44 Indverskt lag til heiðurs Gandhi sem Geir Ólafsson gaf út á dögunum, orðræðan og Úganda ferðalag Hjördísar var meðal annars það sem þau Geir og Hjördísi Guðmundsdóttur ræddu í föstudagskaffinu síðdegis á K100. Geir tók dæmi af því hvernig lagið Reyndu aftur myndi hljóma í indverskri útgáfu. Meira »

Smíði nýju skipanna á áætlun

Í gær, 17:59 Smíði nýrrar Vestmannaeyjar og Bergeyjar fyrir útgerðarfélagið Berg-Hugin gengur samkvæmt áætlun. Gert er ráð fyrir að skipin verði afhent útgerðinni í maí og júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef Síldarvinnslunnar, móðurfélags Bergs-Hugins. Meira »

Kalda vatnið ódýrast á Íslandi

Í gær, 17:59 Kalda vatnið er ódýrast á Íslandi sé verð þess á Norðurlöndunum skoðað. Þannig bera heimili í Danmörku rúmlega þrefalt meiri kostnað af notkun á kalda vatninu á ársgrunni en íslensk heimili. Meira »

„Ég myndi aldrei sætta mig við þetta“

Í gær, 17:57 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, starfandi borgarstjóri og formaður borgarráðs, segir það algjörlega óbjóðandi að framkvæmdirnar við braggann í Nauthólsvík hafi ekki komið upp á yfirborðið í pólitískri umræðu eða samþykktarferli eins og venja er með mál af þessu tagi. Meira »

Þriggja og hálfs árs dómur staðfestur

Í gær, 17:13 Landsréttur staðfesti í dag þriggja og hálfs árs dóm yfir karlmanni fyrir kynferðisbrot hans gegn dóttur sinni. Er hann fund­inn sek­ur um að hafa látið dótt­ur sína snerta kyn­færi sín auk þess að hafa snert kyn­færi henn­ar og fróað sér í návist henn­ar. Meira »

Strætó tilkynnt um gjaldþrotið í gær

Í gær, 17:10 Strætó hefur þegar gert ráðstafanir sem miðast við að fyrirtækið Prime Tours, sem tilkynnt hefur verið um gjaldþrot á, muni hætta akstri samkvæmt rammasamningnum í ljósi þeirrar óvissu sem ríkir um framhaldið. Meira »

Japanar sjá tækifæri á norðurskautinu

Í gær, 17:00 Taro Kono, utanríkisráðherra Japans, segir japönsk stjórnvöld greina tækifæri á norðurskautinu vegna opnunar siglingaleiða. Um leið feli loftslagsbreytingar í sér mikla áskorun. Kono var meðal ræðumanna á Hringborði norðursins í Hörpu í dag. Meira »

Í farbanni fyrir kortasvik við farmiðakaup

Í gær, 16:48 Erlendur karlmaður hefur verið úrskurðaður í farbann til 24. október næstkomandi vegna gruns um misnotkun greiðslukorta við kaup á flugmiðum. Meira »
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Einstök íbúð fyrir 60 ára og eldri
Nýstandsett 101 fm 3 herbergja íbúð á 1. hæð, að Grandavegi 47 til leigu. Húsvö...
Til leigu
Falleg tveggja til þriggja herbergja íbúð á 2. hæð í góðu fjölbýlishúsi í Hlíðun...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...