Ferðast um landið í strætó með hjól

Hjólað við Jökulsárlón
Hjólað við Jökulsárlón mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Strætó hefur nú sett upp hjólagrindur aftan á vagna á langferðaleiðum. Net almenningssamgangna um Ísland er að þéttast og mikil aukning er í notkun strætó milli landshluta, enda sjá margir sér hag í að spara eldsneytiskostnað með fjölbreyttari ferðamáta.

Í síðustu viku voru settar hjólagrindur á strætisvagna sem aka milli Reykjavíkur og Akureyrar, Hólmavíkur, Stykkishólms og á Snæfellsnes. Hver grind tekur fjögur reiðhjól. Þetta eykur mjög möguleika þeirra sem ferðast um landið án einkabílsins, því til þessa hefur þurft að pakka reiðhjólum í farangursgeymslur þar sem allur gangur er á því hvort pláss er fyrir þau.

Hjólreiðaferðir um landið eru því orðinn ákjósanlegri valkostur en áður þar sem ferðafólk getur stytt sér leiðir milli landshluta og t.d. sloppið við að hjóla fyrsta legginn, út úr höfuðborginni.

Erum á jaðri byltingar

Svo kallað reiðhjólaþjónustukort fyrir Ísland var gefið út fyrr í sumar. Þar má sjá heildarsamantekt á almenningssamgöngum og reiðhjólaþjónustustöðum um landið allt. Kortið er gefið út á ensku og er hugsað fyrir útlendinga sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland. Hjólreiðafrí innanlands fara þó vaxandi í vinsældum meðal Íslendinga, samhliða aukinni reiðhjólanotkun.

„Við erum í jaðri byltingar og viðhorfsbreytinga sem eiga sér stað um alla Evrópu. Sveitarfélögin eru að tengja sig saman með bættum samgöngum og hjólaleiðir eru í mikilli þróun,“ segir Sesselja Traustadóttir framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi, sem stendur að útgáfu reiðhjólaþjónustukortsins. 

Hún segir mikla gerjun í hjólreiðamenningu á Íslandi. „Við finnum fyrir ævintýralegum meðbyr. Það er margir að átta sig á því hve mikið er hægt að gera.“ Þannig er m.a. unnið að því að koma Íslandi „á kortið“ sem áfangastaður fyrir hjólreiðafólk með því að þróa skemmtilegar hjólaleiðir sem ekki eru bundnar við vegkantinn á þjóðvegi númer 1.

Markmiðið með því er að efla s.k. „slow tourism“ hér á landi. „Við viljum fá til landsins fólk sem fer um með umhverfisvænum hætti, stoppar lengur og kemur ekki með allt með sér heldur nærist á þeirri þjónustu sem verður á vegi þeirra,“ segir Sesselja. 

Aftur í rúturnar eftir áratugahlé

Til þess að hjólreiðar fái þrifist sem valkostur í samgöngum þarf að gera ráð fyrir þeim í samgöngukerfinu. Hjólafærni hefur m.a. gert þarfagreiningu á því hvaða innviði þurfi að byggja upp til að greiða götu þeirra sem ferðast öðru vísi en á eigin bíl. Almenningssamgöngur eru þar á meðal og lýsir Sesselja yfir mikilli ánægju með skref strætó til aukinnar þjónustu við hjólreiðafólk. 

Smári Ólafsson samgönguverkfræðingur hjá Strætó bs. segist ekki geta fullyrt um það ennþá hvernig reiðhjólagrindurnar reynast, enda aðeins nokkrir dagar síðan þær voru settar upp. Þær séu liður í að bæta þjónustu strætó enn frekar og nú þegar hafi nokkur hjól verið flutt með þessum hætti.

Morgunblaðið sagði frá því á dögunum að mikil aukning hefur verið í fjölda farþega sem ferðast um Suðurland og Vesturland eftir að Strætó bs. tók við akstri þar af sérleyfishöfum. Rúmlega sjöfalt fleiri fara nú um Suðurland með strætó og fjórfalt fleiri um Vesturland, miðað við árið 2010.

„Nú er að gerast það sem við höfum varla séð síðustu áratugina, að Íslendingar eru farnir að ferðast aftur með rútum um landið,“ segir Smári. Lykilástæðuna telur hann þá að kerfið sé nú sniðið að íbúum, en ekki ferðamönnum eins og áður var.

Lægri fargjöld en fleiri farþegar

„Þá var keyrt eins lítið og hægt var á veturna en svo var þetta sniðið að ferðamönnum á sumrin. Þannig var það í mörg ár og alltaf minnkaði notkunin meðal Íslendinga. Núna þegar þetta er sniðið að íbúum sem þurfa að ferðast frá A til B, þá kemur fólk enda er notkunin góð bæði yfir vetrar- og sumarmánuðina. Það er ekki þessi mikli árstíðarmunur sem var.“

Framlög sveitarfélaga og ríkis til almenningssamganga eru sömu upphæðar og var þegar ferðirnar voru í höndum sérleyfishafa, einn milljarður á ári. Fargjöldin lækkuðu hins vegar þegar strætó tók við rekstrinum.

„Gjaldskrá strætó var tekin og færð yfir allt landið með svæðaskiptingum. Það er mjög fjölskylduvæn gjaldskrá, það er ódýrt fyrir börn og eldri borgara til dæmis. Þetta þýðir að tekjustreymið á hvern farþega er miklu lægra heldur en var, þannig að við þurfum fleiri farþega til að þetta gangi upp,“ segir Smári.

Það virðist líka ætla að ganga því farþegum fer áfram fjölgandi. Leiðakerfi strætó um landið verður þétt enn frekar um næstu áramót því þá er stefnt að því að hefja ferðir með sama sniði um Reykjanesið. Þá munu Hólar í Hjaltadal og Hofsós tengjast við Akureyrarleiðina í sumar.

Aðspurður segir Smári að sveitarfélög á Vestfjörðum hafi einnig verið að skoða möguleika í stöðunni en þeim sé þröngur stakkur sniðinn.

Hjólað í kapp við rútuna milli Gullfoss og Geysis.
Hjólað í kapp við rútuna milli Gullfoss og Geysis. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Strætóleið 57 til Akureyrar er mikið notuð og þarf alltaf ...
Strætóleið 57 til Akureyrar er mikið notuð og þarf alltaf aukavagn á föstudögum vegna aðsóknar. mbl.is/Ómar Óskarsson
Fjórir ferðalangar á ferð í Hrunamannahreppi.
Fjórir ferðalangar á ferð í Hrunamannahreppi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Hjólað um hálendi Íslands eftir Fjallabaksleið nyrðri.
Hjólað um hálendi Íslands eftir Fjallabaksleið nyrðri. mbl.is/Rax
Hjólreiðamenn í námunda við Kirkjubæjarklaustur, Lómagnúpur í baksýn.
Hjólreiðamenn í námunda við Kirkjubæjarklaustur, Lómagnúpur í baksýn. mbl.sis/Ómar Óskarsson
Klyfjaðir hjólhestar á tjaldstæði.
Klyfjaðir hjólhestar á tjaldstæði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Innlent »

Fárviðri við Straumnesvita

Í gær, 23:25 „Þetta er að ná hámarki upp úr miðnætti og svo fer að draga smám saman úr í nótt og gengur niður með morgninum,“ segir Þorsteinn V. Jónsson veðurfræðingur á vakt á Veðurstofu Íslands. Meira »

Leikskólakrakkar keppa á EM í skák

Í gær, 22:57 Níu börn af leikskólanum Laufásborg keppa á Evrópumeistaramótinu í skólaskák sem fer fram í Rúmeníu í lok maí á þessu ári. Þetta verður í annað sinn sem hópur fer frá skólanum á alþjóðlegt taflmót. Meira »

Laun seðlabankastjóra hafa setið eftir

Í gær, 22:41 Laun seðlabankastjóra hafa ekki hafa verið lægri í samanburði við laun ráðherra og æðstu embættismanna í áratugi. Þetta kemur fram í umsögn seðlabankastjóra við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingu á ýmsum lögum vegna brottfalls laga um kjararáð, sem lagt var niður síðasta sumar. Meira »

Baráttan um 5G-farsímakerfið harðnar

Í gær, 22:40 Símafyrirtæki á heimsvísu þurfa að uppfæra kerfi sín með 5G-búnaði frá fyrirtækjum á borð við Huawei í Kína, Nokia í Finnlandi og Ericsson í Svíþjóð. Þessi tæknibylting mun hefjast fyrir alvöru á þessu ári en áhyggjum hefur verið lýst af kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Meira »

Fundu gró og sveppahluti í Vörðuskóla

Í gær, 21:55 „Það var farið í skoðun á húsnæðinu í janúar/febrúar til þess að kanna raka og mögulega myglu, þetta er gamalt hús. Fyrstu niðurstöður gáfu fullt tilefni til þess skoða húsnæðið nánar og ákveðin rými betur,“ segir Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, í samtali við mbl.is. Meira »

Kom Blikum fyrir

Í gær, 21:30 Blikinn Guðmundur Þórðarson, sem setið hefur sem varamaður eða aðalmaður í knattspyrnudómstóli KSÍ í 45 ár, tengist íslenskri knattspyrnu á margan hátt og hefur víða látið að sér kveða í íþróttinni. Meira »

Ekkert til að kippa sér upp við 2019

Í gær, 21:09 „Það er svolítið sérstakt að fólk sé að kippa sér upp við þetta árið 2019, sérstaklega þar sem kvennafótboltinn var orðinn sterkur langt á undan karlafótboltanum,“ segir Guðrún Bergsteinsdóttir lögmaður, eini kvenkyns umboðsmaðurinn sem skráður er hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Meira »

Smíða nýja göngubrú eftir hrun

Í gær, 20:00 Vegagerðin stefnir á að ljúka við smíði nýrrar göngubrúar yfir Jökulsá í Lóni við Kollumúla í júní. Gert er ráð fyrir því að verkið kosti nokkuð yfir tuttugu milljónir króna. Meira »

Konum í iðngreinum þarf að fjölga

Í gær, 19:45 „Við þurfum fleira fólk í iðngreinarnar, þar sem duglegu og hæfileikaríku fólki bjóðast mörg frábær tækifæri til náms og starfa. Vissulega er iðnnemum að fjölga en slíkt mun ekki gerast að neinu marki fyrr en konur koma þarna inn til jafns við karlana,“ segir Þóra Björk Samúelsdóttir, formaður Félags fagkvenna. Meira »

Grásleppuvertíðin hafin

Í gær, 19:30 Hugur er í smábátasjómönnum við upphaf grásleppuvertíðar, sem byrjaði klukkan sjö í morgun. Það verð sem gefið hefur verið út er hærra en það sem sást á sama tíma í fyrra að sögn Arnar Pálssonar, framkvæmdastjóra Landssambands smábátaeigenda. Meira »

Sýrlenskri flóttakonu vísað úr landi

Í gær, 19:20 Leikskólinn Vinagarður varð í síðustu viku einum starfsmanni fátækari. Sá var sýrlensk kona á flótta sem hefur nú verið vísað frá Íslandi og til Grikklands. Á flóttanum og í Grikklandi hafði hún lent í miklum hremmingum og verið hótað lífláti. Meira »

Von á orkupakkanum innan 10 daga

Í gær, 18:50 „Það er auðvitað markmiðið að fara með þau mál og þeim tengd fyrir þann frest,“ svarar Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, þegar mbl.is spyr hvort ríkisstjórnin hyggist leggja fram frumvarp um þriðja orkupakka Evrópusambandsins áður en frestur til slíks rennur út 30. mars. Meira »

„Fimm verkefni upp á milljarð“

Í gær, 18:30 „Eigum við eitthvað að ræða skýrslu innri endurskoðanda sem var birt í borgarráði síðastliðinn fimmtudag þar sem fjögur verkefni voru framúr sem nemur heilum bragga. Fimm verkefni upp á milljarð,“ sagði Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, í borgarstjórn í gærkvöldi. Meira »

Vekja athygli á nýrri gerð netglæpa

Í gær, 18:08 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vekur á Facebook-síðu sinni athygli á því að henni hafi undanfarið borist tilkynningar um nýja gerð netglæpa. Að þessu sinni er í póstinum látið líta út fyrir að viðtakandi póstsins tengist rannsókn CIA á barnaklámi „og er pósturinn að því leiti frekar ógeðfelldur,“ segir í færslunni. Meira »

Sund eða svefn?

Í gær, 17:50 Ungt íslenskt sundfólk, á aldrinum 10 til 24 ára, sefur að meðaltali í sex og hálfa klukkustund á sólarhring, nokkuð minna en minna en jafnaldrar þeirra. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn á svefnvenjum ungra íslenskra sundmanna. Meira »

Segja málflutning Ásmundar villandi

Í gær, 17:30 Málflutningur Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi í dag var bæði rangur og villandi, segir í yfirlýsingu Öryrkjabandalags Íslands sem segir sorglegt að hlýða á fullyrðingar um að ÖBÍ leggist gegn afnámi krónu-á-móti krónu skerðingarinnar. Meira »

Hvatti þingmenn til að líta í eigin barm

Í gær, 16:58 „Ég hef velt því fyrir mér þar sem ég hef fylgst með umræðunni hvort sumum þeirra sem hafa haft hvað hæst um þann meinta sóðaskap og fleira í þá veru og talað um virðingu í því samhengi sé meira annt um virðingu líflausrar styttu en lifandi fólks.“ Meira »

Stjórnvöld leysi úr réttaróvissu

Í gær, 16:56 Stjórn Lögmannafélags Íslands vill að stjórnvöld leysi úr þeirri réttaróvissu sem er uppi vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu varðandi skipan dómara í Landsrétt. Meira »

Skaðabótaábyrgð ráðherra ekki útilokuð

Í gær, 16:35 Ekki er lögfræðilega útilokað að Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, beri einhverja fjárhagslega skaðabótaábyrgð á skipunum sínum í embætti dómara við Landsrétt. Meira »
Skrifstofuhúsnæði til leigu.
Óskað er eftir leigjendum fyrir skrifstofuhúsnæði að Hverfisgötu 76, 101 Reykja...
Heilsuráðgjafi, Einkaþjálfari, Nuddari og fl.
Nudd, Næringaráðgjöf og Einkaþjálfun eftir þinni getu, einnig fyrirbyggjandi þjá...
Bátavélar-Bílalyftur-Rafstöðvar
TD Marine bátavélar 37 og 58 hp með gír og mælaborði Rafstöðvar og Bílalyftur H...
ERNA 95 ára, hreinsum til á lagernum.
25 til 75% afsláttur. Silfurmunir, skartgripir, armbandsúr og gjafavara. Gott tæ...