Ferðast um landið í strætó með hjól

Hjólað við Jökulsárlón
Hjólað við Jökulsárlón mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Strætó hefur nú sett upp hjólagrindur aftan á vagna á langferðaleiðum. Net almenningssamgangna um Ísland er að þéttast og mikil aukning er í notkun strætó milli landshluta, enda sjá margir sér hag í að spara eldsneytiskostnað með fjölbreyttari ferðamáta.

Í síðustu viku voru settar hjólagrindur á strætisvagna sem aka milli Reykjavíkur og Akureyrar, Hólmavíkur, Stykkishólms og á Snæfellsnes. Hver grind tekur fjögur reiðhjól. Þetta eykur mjög möguleika þeirra sem ferðast um landið án einkabílsins, því til þessa hefur þurft að pakka reiðhjólum í farangursgeymslur þar sem allur gangur er á því hvort pláss er fyrir þau.

Hjólreiðaferðir um landið eru því orðinn ákjósanlegri valkostur en áður þar sem ferðafólk getur stytt sér leiðir milli landshluta og t.d. sloppið við að hjóla fyrsta legginn, út úr höfuðborginni.

Erum á jaðri byltingar

Svo kallað reiðhjólaþjónustukort fyrir Ísland var gefið út fyrr í sumar. Þar má sjá heildarsamantekt á almenningssamgöngum og reiðhjólaþjónustustöðum um landið allt. Kortið er gefið út á ensku og er hugsað fyrir útlendinga sem kjósa að ferðast hjólandi um Ísland. Hjólreiðafrí innanlands fara þó vaxandi í vinsældum meðal Íslendinga, samhliða aukinni reiðhjólanotkun.

„Við erum í jaðri byltingar og viðhorfsbreytinga sem eiga sér stað um alla Evrópu. Sveitarfélögin eru að tengja sig saman með bættum samgöngum og hjólaleiðir eru í mikilli þróun,“ segir Sesselja Traustadóttir framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi, sem stendur að útgáfu reiðhjólaþjónustukortsins. 

Hún segir mikla gerjun í hjólreiðamenningu á Íslandi. „Við finnum fyrir ævintýralegum meðbyr. Það er margir að átta sig á því hve mikið er hægt að gera.“ Þannig er m.a. unnið að því að koma Íslandi „á kortið“ sem áfangastaður fyrir hjólreiðafólk með því að þróa skemmtilegar hjólaleiðir sem ekki eru bundnar við vegkantinn á þjóðvegi númer 1.

Markmiðið með því er að efla s.k. „slow tourism“ hér á landi. „Við viljum fá til landsins fólk sem fer um með umhverfisvænum hætti, stoppar lengur og kemur ekki með allt með sér heldur nærist á þeirri þjónustu sem verður á vegi þeirra,“ segir Sesselja. 

Aftur í rúturnar eftir áratugahlé

Til þess að hjólreiðar fái þrifist sem valkostur í samgöngum þarf að gera ráð fyrir þeim í samgöngukerfinu. Hjólafærni hefur m.a. gert þarfagreiningu á því hvaða innviði þurfi að byggja upp til að greiða götu þeirra sem ferðast öðru vísi en á eigin bíl. Almenningssamgöngur eru þar á meðal og lýsir Sesselja yfir mikilli ánægju með skref strætó til aukinnar þjónustu við hjólreiðafólk. 

Smári Ólafsson samgönguverkfræðingur hjá Strætó bs. segist ekki geta fullyrt um það ennþá hvernig reiðhjólagrindurnar reynast, enda aðeins nokkrir dagar síðan þær voru settar upp. Þær séu liður í að bæta þjónustu strætó enn frekar og nú þegar hafi nokkur hjól verið flutt með þessum hætti.

Morgunblaðið sagði frá því á dögunum að mikil aukning hefur verið í fjölda farþega sem ferðast um Suðurland og Vesturland eftir að Strætó bs. tók við akstri þar af sérleyfishöfum. Rúmlega sjöfalt fleiri fara nú um Suðurland með strætó og fjórfalt fleiri um Vesturland, miðað við árið 2010.

„Nú er að gerast það sem við höfum varla séð síðustu áratugina, að Íslendingar eru farnir að ferðast aftur með rútum um landið,“ segir Smári. Lykilástæðuna telur hann þá að kerfið sé nú sniðið að íbúum, en ekki ferðamönnum eins og áður var.

Lægri fargjöld en fleiri farþegar

„Þá var keyrt eins lítið og hægt var á veturna en svo var þetta sniðið að ferðamönnum á sumrin. Þannig var það í mörg ár og alltaf minnkaði notkunin meðal Íslendinga. Núna þegar þetta er sniðið að íbúum sem þurfa að ferðast frá A til B, þá kemur fólk enda er notkunin góð bæði yfir vetrar- og sumarmánuðina. Það er ekki þessi mikli árstíðarmunur sem var.“

Framlög sveitarfélaga og ríkis til almenningssamganga eru sömu upphæðar og var þegar ferðirnar voru í höndum sérleyfishafa, einn milljarður á ári. Fargjöldin lækkuðu hins vegar þegar strætó tók við rekstrinum.

„Gjaldskrá strætó var tekin og færð yfir allt landið með svæðaskiptingum. Það er mjög fjölskylduvæn gjaldskrá, það er ódýrt fyrir börn og eldri borgara til dæmis. Þetta þýðir að tekjustreymið á hvern farþega er miklu lægra heldur en var, þannig að við þurfum fleiri farþega til að þetta gangi upp,“ segir Smári.

Það virðist líka ætla að ganga því farþegum fer áfram fjölgandi. Leiðakerfi strætó um landið verður þétt enn frekar um næstu áramót því þá er stefnt að því að hefja ferðir með sama sniði um Reykjanesið. Þá munu Hólar í Hjaltadal og Hofsós tengjast við Akureyrarleiðina í sumar.

Aðspurður segir Smári að sveitarfélög á Vestfjörðum hafi einnig verið að skoða möguleika í stöðunni en þeim sé þröngur stakkur sniðinn.

Hjólað í kapp við rútuna milli Gullfoss og Geysis.
Hjólað í kapp við rútuna milli Gullfoss og Geysis. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Strætóleið 57 til Akureyrar er mikið notuð og þarf alltaf ...
Strætóleið 57 til Akureyrar er mikið notuð og þarf alltaf aukavagn á föstudögum vegna aðsóknar. mbl.is/Ómar Óskarsson
Fjórir ferðalangar á ferð í Hrunamannahreppi.
Fjórir ferðalangar á ferð í Hrunamannahreppi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Hjólað um hálendi Íslands eftir Fjallabaksleið nyrðri.
Hjólað um hálendi Íslands eftir Fjallabaksleið nyrðri. mbl.is/Rax
Hjólreiðamenn í námunda við Kirkjubæjarklaustur, Lómagnúpur í baksýn.
Hjólreiðamenn í námunda við Kirkjubæjarklaustur, Lómagnúpur í baksýn. mbl.sis/Ómar Óskarsson
Klyfjaðir hjólhestar á tjaldstæði.
Klyfjaðir hjólhestar á tjaldstæði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
mbl.is

Innlent »

Aðalfundi Íslandspósts frestað

07:25 Aðalfundi Íslandspósts, sem fara átti fram í gær, var frestað um ótilgreindan tíma að beiðni handhafa hlutabréfa félagsins: fjármálaráðherra. Þar átti meðal annars að birta ársskýrslu, þar sem fram koma breytingar á kaupi og kjörum stjórnenda félagsins. Meira »

Andlát: Einar Sigurbjörnsson

05:30 Einar Sigurbjörnsson, fyrrverandi prófessor í guðfræði, lést á Vífilsstöðum 20. febrúar síðastliðinn á sjötugasta og fimmta aldursári. Meira »

Eftirlitið kostað milljarða króna

05:30 Ekki reyndist unnt að svara með fullnægjandi hætti fyrirspurn Birgis Þórarinssonar alþingismanns sem laut að rekstrarkostnaði gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Meira »

Krossgjafaskipti í burðarliðnum

05:30 Bið eftir nýrnagjöf ætti að styttast komist á samkomulag um svonefnd krossgjafaskipti innan Norðurlandanna en undirbúningur að því er vel á veg kominn. Meira »

Benda hvorir á aðra

05:30 Samtök atvinnulífsins og Eflingu greinir á um hvað felist í kröfugerð félagsins, en samtökin halda því fram að hún feli í sér frá 59% og upp í 82% hækkun á mánaðarlaunum eftir launaflokkum og aldursþrepi, þannig að núgildandi byrjunarlaun í lægsta þrepi færu úr 266.735 krónum í 425.000 krónur. Meira »

Semja skýrslu um bankastjóralaun

05:30 Bankasýsla ríkisins, sem fer með 98,2% eignarhlut ríkisins í Landsbankanum og 100% eignarhlut í Íslandsbanka, hefur sent Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra, bréf, vegna launa og starfskjara framkvæmdastjóra félaga í meirihlutaeigu ríkisins. Meira »

Leyfa ekki innflutning á ógerilsneyddri mjólk

05:30 Ekki stendur til að leyfa innflutning á ógerilsneyddum mjólkurafurðum. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins við yfirlýsingu Bændasamtaka Íslands (BÍ) og fréttum Morgunblaðsins í gær. Meira »

Verða opnar áfram

05:30 „Það eru spennandi tímar fram undan,“ segir Sigurður Þorgeir Jónasson, verslunarstjóri Toys'R'Us á Smáratorgi, þegar hann er spurður um framtíð verslananna hér á landi. Meira »

Verðið lægra en gengur og gerist

05:30 Af þeim 60 íbúðum sem byggingarsamvinnufélag Samtaka aldraðra byggir nú í Austurhlíð 10 í Reykjavík, í grennd við Kennaraháskólann, eru 53 seldar, en íbúðirnar verða afhentar um mitt ár 2021. Þetta eru fyrstu íbúðirnar sem félagið byggir sjálft síðan skömmu eftir hrun, eða í áratug. Meira »

Eins og að ganga inn í aðra veröld

Í gær, 23:45 „Ég ólst upp við mikla tónlist á mínu æskuheimili, pabbi er mjög músíkalskur og hann spilar á mörg hljóðfæri. En ég var alltaf frekar feimin og byrjaði ekki að syngja fyrr en ég var orðin táningur. Þegar ég byrjaði í Versló fór ég alveg á fullt í þetta, tók þátt í öllu sem ég gat í skólanum, öllum söngleikjum og söngkeppnum,“ segir Elín Harpa Héðinsdóttir. Meira »

Konan sigursælust

Í gær, 22:50 Kona fer í stríð í leikstjórn Benedikts Erlingssonar stóð uppi sem sigurvegari á Edduhátíðinni 2019 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld. Kvikmyndin hafði verið tilnefnd til 10 verðlauna og vann þau öll, m.a. sem kvikmynd ársins, fyrir leikstjórn, handrit, leikkonu í aðalhlutverki og tónlist. Meira »

Smakkar ekki kökuna fyrr en hún hefur unnið

Í gær, 22:40 „Ég hef fyrst og fremst áhuga á faginu og metnað til að gera vel og framleiða góða vöru fyrir viðskiptavinina,“ segir Sigurður Már Guðjónsson, höfundur köku ársins 2019. Meira »

Egill Eðvarðsson heiðraður

Í gær, 22:35 Heiðursverðlaunahafi Eddunnar í ár er Egill Eðvarðsson, sem hefur starfað við íslenska sjónvarps- og kvikmyndagerð í hartnær 50 ár – og er enn að. Hann kveðst þó aldrei hafa leitt hugann sérstaklega að því að sjálfur ætti hann eftir að standa á sviðinu og taka á móti Eddu-verðlaunum. Meira »

Lagði Þjóðverjum lið við val á lagi

Í gær, 22:25 Einar Bárðarson dæmdi í kvöld í söngvakeppni þýska ríkissjónvarpsins (d. Unser lied für Israel), en Einar er landsmönnum meðal annars kunnugur fyrir að hafa samið lagið Birta (e. Angel) sem var framlag Íslands í Eurovision árið 2001 auk fjölda annarra slagara. Meira »

Eldur kom upp í bifreið á Bústaðavegi

Í gær, 22:14 Eldur kom upp í bifreið á gatnamótum Bústaðavegar og Litluhlíðar um áttaleytið í kvöld.  Meira »

Í verkfall fyrir loftslagið: Myndir

Í gær, 22:05 Fjöldi fólks, aðallega ungs fólks og nemenda, kom saman á Austurvelli í dag til þess að mótmæla aðgerðaleysi vegna loftslagsbreytinga. Ljósmyndari mbl.is fór á staðinn. Meira »

Vinna með virtu fólki í bransanum

Í gær, 21:45 „Við vorum búnir að vera á sama stað í átta ár og þurftum á ákveðinni breytingu að halda. Það er gott að prófa nýja hluti og kannski að taka skrefið upp á við,“ segir leikstjórinn Gunnar Páll Ólafsson. Meira »

Fjúkandi fiskikör í Ólafsvík

Í gær, 21:38 Lögreglan í Ólafsvík hefur lokað fyrir umferð á hafnarsvæði bæjarins vegna fiskikara og ruslatunna sem fjúka um svæðið. Auk hífandi roks er sjávarstaða afar há, en vindhviður í Ólafsvík hafa farið allt upp í 27 metra á sekúndu í kvöld. Meira »

1,6 milljónir fyrir ólögmæta handtöku

Í gær, 21:30 Landsréttur dæmdi karlmanni 1,6 milljónir króna í skaðabætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti í tvo sólarhringa auk einangrunar í sex sólarhringa. Maðurinn var grunaður um kynferðisbrot gegn 16 ára gamalli stúlku í félagi við fjóra aðra menn. Meira »
Nissan Qashqai 2018. Ekinn aðeins 14þ km. Ekki bílaleigubíll
https://bland.is/classified/entry.aspx?classifiedId=3933554 NISSAN QASHQAI, 4...
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Mitsub pajeró 3,2 D 2001 til sölu
kemur á götuna 29 des 2001 ekinn aðeins 209.000 km 2 eigendur. bíl í fínu stand...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 6...