Tekjuháir myndu fá mest

Tekjuhæstu hópar þjóðfélagsins munu fá hlutfallslega mest afskrifað af íbúðalánum vegna áhrifa verðbólguskotsins eftir hrun verði engar takmarkanir settar á fjárhæðir afskrifta í aðgerðum stjórnvalda.

Þetta má ráða af tölum Hagstofunnar og Seðlabankans. Heimili sem eru í tveim efstu þrepum tekjustigans eru að baki um helmingi íbúðaskulda. Hafa heimili sem eru í hæstu tekjutíundinni að meðaltali 1.570 þúsund á mánuði en heimili í hæstu skuldatíundinni að meðaltali 960 þúsund krónur í mánaðarlaun, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.

Annað sem vekur athygli er að heildareiginfjárstaða heimila í hæstu skuldatíundinni er svipuð og 2008. Heildareiginfjárstaða þessa hóps er hins vegar mun lakari en 2007, þegar hann átti 11,5 milljónir kr. að meðaltali í verðbréfum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert