Viðbúnaður í Hæstarétti

Réttarhöld eru yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni í …
Réttarhöld eru yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni í Hæstarétti í dag mbl.is

Viðbúnaður er við húsnæði Hæstaréttar þar sem mál gegn Berki Birgissyni og Annþóri Kristjáni Karlssyni er tekið fyrir. Átta lögreglumenn gæta hússins bæði innan sem utan en fangaverðir komu fyrir stuttu með þá Börk og Annþór í dómssalinn.

Annþór og Börkur eru báðir vistaðir á Litla Hrauni vegna annarra dóma en málið nú tengist fjölda líkamsárása auk fleiri brota.

Í desember var Annþór dæmdur í sjö ára fangelsi og Börkur í sex ára fangelsi fyrir hættulegar líkamsárásir, frelsissviptingar, hótanir nauðung og fjárkúgun.

Ekki hefur verið dæmt í máli sem búið er að ákæra þá fyrir en þar eru þeir ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás, en þeim er gefið að sök að hafa í sameiningu veist með ofbeldi að fanga á Litla-Hrauni og veitt honum högg á kvið með þeim afleiðingum að rof kom á milta og á bláæð frá miltanu sem leiddi til dauða hans skömmu síðar.

Fórnarlambið lést í klefa sínum 17. maí í fyrra og frá upphafi rannsóknar voru þeir Annþór Kristján og Börkur grunaðir um að hafa veitt manninum áverka sem leiddu hann til dauða, en upptaka úr öryggismyndavél fangelsisins sýndi að þeir fóru inn í klefa hins látna skömmu áður en hann kenndi sér meins og lést í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert