Fór með börnin í einkaflugvél frá Danmörku

Ítarlegt viðtal er við Hjördísi Svan í Nýju lífi.
Ítarlegt viðtal er við Hjördísi Svan í Nýju lífi.

Hjördís Svan Aðalheiðardóttir, sem átt hefur í forræðisdeilu við barnsföður sinni í nokkur ár, flaug með dætur sínar þrjár til Íslands í einkaflugvél fyrr í þessum mánuði. Þetta kemur fram í viðtali við Hjördísi í tímaritinu Nýju lífi.

Í viðtalinu kemur fram að ferðin var farin stuttu eftir að innanríkisráðuneytið sendi frá sér bréf þar sem er að finna gagnrýni á vinnubrögð sýslumannsembættanna í Kópavogi og Höfn á máli hennar á fyrri stigum. Vélin flaug frá litlu sjávarþorpi í Danmörku. Börnin voru ekki með vegabréf, en fram kemur í umfjöllun blaðsins að þau hafi ekki verið beðin um að sýna vegabréf.

Hjördís var með dætur sínar í Danmörku í sumar, en átti að skila þeim til föður þeirra í byrjun ágúst. Hún ákvað hins vegar að skila þeim ekki og fór huldu höfði í Danmörku í fimm vikur. Ekki kemur fram í viðtalinu hvar Hjördís og dæturnar eru núna.

Föður barnanna var dæmt fullt forræði yfir dætrunum á síðasta ári. Áður höfðu dæturnar verið teknar af Hjördísi með lögregluvaldi og fluttar til Danmerkur.

„Ég sé aldrei eftir því að hafa flúið með stelpurnar. Ef það er einhver eftirsjá þá snýr hún að því að haf ekki flúið með þær fyrr,“ segir Hjördís í samtali við Nýtt líf.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert