Boðar byltingu við setningu laga

Pétur H. Blöndal alþingismaður.
Pétur H. Blöndal alþingismaður. mbl.is/Ómar

Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði í síðustu viku fram þingsályktunartillögu þar sem skorað er á Alþingi að sjá til þess að undirbúningur stefnumarkandi löggjafar verði færður úr ráðuneytum og inn í þingnefndir.

Tuttugu þingmenn úr öllum flokkum nema VG flytja tillöguna með Pétri. Hún er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að ráðherrar hennar feli viðkomandi þingnefndum, meiri hluta þeirra eða formanni ásamt hugsanlega öðrum þingmönnum að semja og ritstýra stefnumarkandi frumvörpum og þingsályktunartillögum sem þeir hyggjast flytja á Alþingi.“

Í Morgunblaðinu í dag segir Pétur þá sem þekkja vinnubrögð Alþingis átta sig á að þetta sé bylting.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert