Íslendingar áfram í haldi í Ástralíu

Fangelsi.
Fangelsi. Brynjar Gauti

Gæsluvarðhald hefur verið framlengt yfir tveimur Íslendingum sem handteknir voru á flugvellinum í Melbourne í Ástralíu í ágúst síðastliðnum með kókaín í fórum sínum. Mál þeirra hefur ekki verið þingfest en í janúar verður aftur athugað með framlengingu á varðhaldi þeirra.

Mennirnir tveir eru búsettir hér á landi og voru á ferðalagi. Fyrstu fregnir hermdu að þeir hefðu verið teknir með þrjú kíló af kókaíni en magnið hefur ekki fengist staðfest. Þó liggur ljóst fyrir að refsistig hefur lækkað í málinu frá því það kom upp. Hvaða áhrif það kann að hafa á refsingu mannanna á þó enn eftir að koma í ljós.

Ekki er vitað hvenær ákæran verður þingfest eða hvenær vænta megi dóms í málinu.

Frétt mbl.is: „Þetta er ekkert sællífi“

Frétt mbl.is: Íslendingar teknir með kókaín

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert