Stofngötur orðnar færar

mbl.is

Stofngötur eru orðnar færar á Akureyri en minni götur eru enn ófærar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Mikið snjóaði á Akureyri í nótt og var illfært um bæinn í morgun. Lögregla hefur þurft að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar en starfsmenn bæjarins vinna að því hörðum höndum að ryðja helstu götur.

mbl.is