Arður af sæstreng óviss

Sæstrengir tengdir Íslandi.
Sæstrengir tengdir Íslandi. mbl.is

Ástæða er til að efast um að hugmyndir um flutning raforku með sæstreng frá Íslandi til Bretlands séu raunhæfar. Full ástæða er þó til að reikna dæmið til enda.

Þetta er mat Tómasar Más Sigurðssonar, forstjóra Alcoa í Evrópu. „Ég sé ekki hvaðan öll orkan á að koma sem á að flytja úr landi,“ segir Tómas Már í viðtali við áramótablaðið Tímamót sem kemur út með Morgunblaðinu í dag í samstarfi við New York Times, annað árið í röð.

„Myndi einhvern tíma nást sátt um allar þær stórvirkjanir og rafmagnslínur sem þyrfti að ráðast í?“ spyr Tómas. Hann segir að vissulega sé framleiðslugeta íslenska raforkukerfisins mikil. En ekki sé víst að í því sé mikil vannýtt umframorka. Til dæmis hafi álver Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði þurft að draga úr framleiðslu sinni í margar vikur í fyrra vegna orkuskorts eða lélegrar vatnsstöðu í lónum og takmarkaðrar flutningsgetu háspennukerfisins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert