Berlínarmúrnum gefið framhaldslíf

Jóhann Sigmarsson í París.
Jóhann Sigmarsson í París. Ljósmynd/Aasa Charlotta

Nokkrir íslenskir og erlendir listamenn hafa sameinast í æði mögnuðu verkefni sem felst í að endurnýta sögulegar menjar og gera úr þeim listaverk. Úr fornminjunum búa listamennirnir til listaverk sem síðar verða boðin upp. Efniviðurinn nær allt frá síðustu brotunum úr Berlínarmúrnum og hinni fornu Hamborgarhöfn til leifanna af Tvíburaturnunum og ef verða vill hluta frá Hiroshima.

Kvikmyndagerðamaðurinn og listamaðurinn Jóhann Sigmarsson eða Jonni Sigmars leiðir verkefnið sem gengur alla jafna undir nafninu Miðbaugsminjaverkefnið (e. The Equator Memorial Project). Utan um verkefnið hefur verið stofnað fyrirtækið 40.074 km ehf. og heldur lögfræðingurinn Gísli Gíslason utan um það. Listamannateymið í Miðbaugsminjaverkefninu er skipað góðu fólki sem hefur það að markmiði að gera listaverk úr hlutum sem tengjast sögunni og hafa jafnvel mótað menningu þjóða í gegnum tíðina.

„Þetta er alþjóðlegt farandverkefni listamanna sem snýst um að vinna úr minjum, einhverju sem er kannski orðið að rústum víðsvegar um heiminn. Þetta er endurvinnsla og vinnsla með söguleg menningarverðmæti,“ segir Jóhann sem hefur getið sér gott orð fyrir kvikmyndir sínar og listsköpun.

Ævafornt timbur notað

Athygli vakti þegar Jóhann tók að smíða húsgögn úr meira en hundrað ára gömlum viðardrumbum haustið 2012. Það atvikaðist þannig að hann sá í fréttum að Faxaflóahafnir sf. voru að fjarlægja ónýta bryggjudrumba vegna breytinga á Reykjavíkurhöfn. Þetta vakti upp þá spurningu í huga Jóhanns hvort timbrið væri í raun og veru ónýtt þó að það væri gamalt. „Það datt engum í hug í rauninni að fara að endurvinna úr þessum við. Það átti bara að fleygja þessu,“ segir hann. „Þetta var að gerjast í hausnum á mér allt sumarið 2012 og þá var ég að smíða einhverja prótótýpu af stól sem mig vantaði heim til mín og eitthvert rúm af því að kærastan mín átti ekki almennilegt rúm svo ég klambraði saman rúmi sem kom furðulega vel út,“ segir Jóhann.

Hann fékk leyfi til að nýta viðinn, þurrkaði hann og heflaði og bjó til húsgögn (skrifborð, hægindastól og rúm) sem hafa nú ferðast víða um heiminn á milli gallería, meðal annars til Saatchi Gallery í London sem er eitt virtasta einkagallerí í heimi. Alls sóttu um 2.500 listamenn um að fá verk eftir sig sýnt þar og úr sama fjölda listaverka var verk Jóhanns valið. Hægindastóllinn eftir Jóhann Sigmarsson er eftirsóttur bæði á sýningar og hönnunarhátíðir og næsti áfangastaður stólsins er Mílanó en þangað fer hann í apríl auk borðsins. Jóhann er völundur mikill og smíðar alla þessa hluti með vinstri hendinni því þá hægri getur hann ekki notað vegna lömunar. Hann smíðar því ótrúlegustu hluti „með annarri hendinni“ í orðsins fyllstu merkingu.

Það var í raun út frá þessum smíðum sem Miðbaugsminjaverkefnið varð til. Alla vega varð forna timbrið úr Reykjavíkurhöfn kveikjan að enn dýpri vangaveltum. Hugmyndin um að gera sambærilega hluti utan landsteinanna var heillandi og hefur gengið vel að fá fleiri hluti til endurnýtingar.

Tvíburaturnar og Berlínarmúrinn

Ekki þarf að fjölyrða um hversu víðtæk áhrif það hafði á heimsbyggðina þegar árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana í New York í Bandaríkjunum 11. september 2001. Þar höfum við dæmi um atburð sem greyptur er í sögu þjóðar og hópurinn hefur nú þegar falast eftir minjum úr Tvíburaturnunum. „Við erum að reyna að fá minjar úr turnunum til að smíða úr,“ segir Jóhann en Bandaríska sendiráðið er þeim innan handar í þeim málum.

Jóhann bjó í áratug í Berlín og hefur komið sér upp góðu tengslaneti þar. Svo góðu að hann er búinn að fá allra síðustu bútana úr Berlínarmúrnum til að vinna með í Miðbaugsminjaverkefninu. Til stendur að vinna úr honum listmuni en í ár eru einmitt 25 ár síðan hann féll.

„Berlínarmúrinn er löngu búinn og það hefur aldrei verið gert neitt svona úr honum. Ég mun gera listaverk og húsgögn úr honum. Ég hef teiknað upp borð sem ég ætla að gera,“ segir Jóhann sem verður eflaust vel undirbúinn í apríl þegar hópurinn fær afnot af 3.000 fermetra húsnæði í Berlín. Þar mun vinnan við restina af Berlínarmúrnum fara fram og úr verða einstök verk, úr sögunni sjálfri og handbragði Jóhanns og félaga.

„Múrinn er tákn kalda stríðsins og þetta var upphafið að því að Sovétríkin gömlu féllu. Þetta eru rosalegar minjar og það er mikill heiður að fá að vinna með þær,“ segir Jóhann.

Hópvinna listamanna

Aðspurður hvort hann hafi hugmynd um hvers lags verk yrði unnið úr brotum úr Tvíburaturnunum, ef þau fást, segist hann enga hugmynd hafa en hugmyndir fæðast eins og annað. „Við þurfum að ræða það innan hópsins og hver og einn er skapandi innan hópsins. Það þarf náttúrlega að reka á eftir listamönnum því yfirleitt eru þeir fastir í eigin hugsanagangi,“ útskýrir Jóhann en vill þó ekki meina að listamenn séu slakir í hópvinnu.

„Ef maður hefur þetta opið er þetta ekki svo mikil kúnst. Þetta er mjög svipað og við höfum verið að gera áður. Þetta er eins og að gera kvikmynd þar sem þú ert með fámennt tökulið og menn þurfa að vinna að einhverju en hver listamaður fær að hugsa sjálfstætt,“ segir Jóhann sem nýtur þess að vinna með hópnum.

Höfnin í Hamborg

Það eru fleiri fornar hafnir en Reykjavíkurhöfn sem hafa fangað athygli Jóhanns. Hamborgarhöfn er ein þeirra. Listahópurinn fékk drumba úr höfninni, sem verður einmitt 825 ára á þessu ári. Unnin verða húsgögn og listaverk úr minjunum í samvinnu við þýska listamenn í sumar. Listaverkunum úr minjunum verður fylgt eftir með sýningum og uppboðum í virtum galleríum og söfnum víðsvegar um heiminn. Að hverri sýningu lokinni verða verkin boðin upp. Gísli Gíslason mun þá gegna hlutverki uppboðshaldara, enda segir Jóhann að það sé á móti öllum lögmálum að listamenn reyni það sjálfir.

„Það geta næstum allir farið illa með listamenn en fólk fer að hugsa sig um áður en það fer illa með lögfræðing,“ segir Jóhann og hlær. Meðlimir hópsins kunni vel að meta aðkomu Gísla að verkefninu.

Sjálfur segir Gísli að hann hafi tekið þetta að sér því hann heillaðist af viljastyrk Jóhanns og þeirri trú sem hann hefur á verkefninu. Hugsjónin smitaði út frá sér.

„Við búum til verkin en Gísli lætur verkin tala,“ segir Jóhann í gríni.

Andi liðinna tíma

Hvernig skyldi tilfinningin vera að meðhöndla og endurnýta söguna sjálfa? „Til dæmis með húsgögnin úr timbrinu úr Reykjavíkurhöfn þá finnur maður það að þegar maður kemur inn í herbergi þar sem þau eru er eins og andarnir lyfti manni upp. Þá er til dæmis saga Reykjavíkur og allra sjómanna síðustu hundrað árin í þessu timbri og maður finnur andann,“ segir Jóhann Sigmarsson. Húsgögnin eiga eflaust eftir að endast vel og lengi, enda viðurinn gegnheill og hefur staðið af sér storma og ágang sjávar.

Fróðlegt verður að fylgjast með framvindu verkefnisins og því hvaða myndir sagan tekur á sig í höndum listamannanna í sumar.

www.40074km.is.

Það er mikill heiður að fá að endurnýta síðustu brotin ...
Það er mikill heiður að fá að endurnýta síðustu brotin úr Berlínarmúrnum. Jóhann og listamennirnir í Miðbaugsminjahópnum fá 3.000 fermetra húsnæði í Berlín þar sem sumrinu verður varið við listsköpun. Ljósmynd/Aasa Charlotta
Einstakt er að fá að vinna með við úr höfninni ...
Einstakt er að fá að vinna með við úr höfninni sem verður einmitt 825 ára á þessu ári. Ljósmynd/Aasa Charlotta

Innlent »

Veður versnar fram að miðnætti

19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veður að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »

Raskanir hafa keðjuverkandi áhrif

15:31 Ellefu af tólf landgöngubrúm á Keflavíkurflugvelli voru teknar í notkun á nýjan leik klukkan eitt í dag þegar lægði nægilega mikið. Farþegar í þrem­ur flug­vél­um sem lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un höfðu þá beðið í nokkrar klukkustundir eftir að kom­ast úr vél­un­um vegna vonskuveðurs. Meira »

Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“

15:20 „Við ætlum vissulega að semja um krónur og aura, en við ætlum líka að semja um lífsskilyrði í þeirra víðasta skilningi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar um kjaramál nú í hádeginu. Meira »

Húsið að mestu leyti ónýtt

14:04 Húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði er nánast alveg ónýtt eftir að eldur kom þar upp í gærkvöldi, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er spurning með þessa steyptu veggi, hvort þeir geti haldið sér, en húsið er annars að mestu ónýtt og þetta er mikið eignatjón.“ Meira »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
veggklukka antik veggklukka
er með flotta veggklukku með mjúkum og þægilegum slætti á12,000 kr sími 869-279...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...