Kallaði ráðherra „helvítis dóna“

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg

Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, „helvítis dóna“ og sagði að hann hefði kastað í hana pappír þegar hún var í ræðustól. „Hann hendir ekki í mig pappírum þegar ég hef orðið,“ sagði Katrín og krafðist þess að ráðherra yrði víttur. Ekki var orðið við því.

„Virðulegur forseti, er þetta venjan hér?“ spurði Katrín sem var bæði brugðið og afar reið yfir háttsemi ráðherrans.

Forseti sagðist ekki þurfa að gera sérstakar athugasemdir við þetta, þar sem fordæmi væru fyrir háttsemi ráðherrans. Bjarni kom síðar upp í ræðustól og sagðist ekki hafa kastað neinum pappír. Hann hafi eingöngu lagt blaðið fyrir Katrínu.

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, kom einnig í ræðustól og nefndi að þegar tveir þingmenn trufluðu þingmann Sjálfstæðisflokksins, núverandi menntamálaráðherra, á síðasta kjörtímabili þá hafi þingfundi verið slitið. Það að trufla þingmann í ræðustól hafi þótt afar ómerkilegt.

„Lagði varlega blaðið“

Þetta sagði Katrín úr ræðustól Alþingis:

„Virðulegi forseti, er þetta venjan hér. Að hæstvirtir ráðherrar skutli í ræðumann pappírum á meðan þeir eru að tala í ræðustól. Hvernig er farið með vítur í þessum þingsal.

Hæstvirtur ráðherra getur komið hér í ræðustól, kjósi hann svo, og sagt sína meiningu hér. Hann hendir ekki í mig pappírum þegar ég hef hér orðið. Hæstvirtur ráðherra hefur hér opinberað ósannsögli sína í aðdraganda kosninga, hann hefur aldrei verið maður til að koma hérna upp og segja hvers vegna en hann er maður til þess að henda í mig pappír, á meðan ég stend hér í ræðustól. Ég hef aldrei orðið vitni að öðru eins.“ Þegar hún gekk úr ræðustólnum kallaði hún Bjarna svo „helvítis dóna“.

Ræða Katrínar

Bjarni kom svo sjálfur upp í ræðustól og skýrði sína hlið málsins:

„Hér fyrir nokkrum ræðum stóð háttvirtur þingmaður Katrín Júlíusdóttir og sagði að það væru engin mál á dagskránni. Af því tilefni fannst mér sjálfsagt að leggja hér í ræðustól dagskrá þingsins, en það eru 25 mál á dagskrá þingsins í dag. Ég hvorki kastaði neinum pappírum í háttvirtan þingmann, eins og síðar hefur verið sagt, eða réðist að henni eða truflaði, ég bara lagði varlega blaðið, þetta er dagskrá Alþingis.“

Ræða Bjarna

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Benediktsson á Alþingi. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Innlent »

Húsnæði lögreglu ófullnægjandi

07:37 „Húsnæði lögreglunnar í Neskaupstað er algjörlega ófullnægjandi, enda um að ræða íbúðarhúsnæði á tveimur hæðum og það hentar því alls ekki þessari starfsemi.“ Meira »

Sæförum komið til bjargar

07:26 Þremur mönnum á vélarvana bát var komið til bjargar í Skerjafirði í gærkvöldi en mennirnir sögðust vera að vitja um krabbagildrur þegar bátur þeirra bilaði. Meira »

Réttindalaus með barn í bílnum

07:22 Lögreglan stöðvaði för bifreiðar á Vesturlandsvegi um kvöldmatarleytið og reyndist ökumaðurinn aldrei hafa öðlast ökuréttindi en hefur þrátt fyrir það ítrekað verið stöðvaður undir stýri. Með í för var fimm ára gamalt barn hans. Bifreiðin var ótryggð og voru skráningarnúmer klippt af. Meira »

Kastast í kekki á rauðu ljósi

07:00 Lögreglan var kölluð til vegna deilna tveggja ökumanna á Reykjanesbraut síðdegis í gær. Hafði kastast í kekki milli þeirra þar sem þeir biðu á rauðu ljósi. Enduðu deilurnar með því að annar kastaði kaffibolla í bifreið hins eftir að sá hafði hrækt á bifreið hans og þeir kastað kókflösku sín á milli. Meira »

Fer í 30 metra í hviðum

06:46 Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Suðausturland sem tekur gildi klukkan 11. Spáð er austan 15-20 m/s við vestanverðan Öræfajökul og vindhviðum um 30 m/s. Meira »

Skjálfti upp á 3,5 stig

05:49 Jarðskjálfti sem mældist 3,5 stig reið yfir í norðanverðri Bárðarbunguöskjunni klukkan 2:42 í nótt.  Meira »

Forgangsraðað í þágu loftslagsins

05:30 Aðgerðir í loftslagsmálum voru í brennidepli í umræðum á fundi forsætisráðherra Norðurlandaríkjanna í Reykjavík.  Meira »

Ósáttir við breytta frímerkjasölu

05:30 Frímerkjasala Íslandspósts verður lögð niður í núverandi mynd um áramót. Er það liður í hagræðingaraðgerðum fyrirtækisins vegna bágrar fjárhagsstöðu þess. Meira »

Viðræður um lausn Árskógamálsins

05:30 Lögmenn tveggja kaupenda að íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík eru að byggja við Árskóga í Mjódd áttu í gær í samningaviðræðum við fulltrúa félagsins um lausn á deilum um afhendingu íbúðanna. Meira »

Andlát: Birgir H. Helgason

05:30 Birgir H. Helgason, tónlistarkennari á Akureyri, lést 16. ágúst sl. eftir stutt veikindi, 85 ára að aldri.   Meira »

Gjöld of há í miðborginni

05:30 Skúli Gunnar Sigfússon, eigandi og stofnandi Subway á Íslandi, segir að gífurleg hækkun fasteignagjalda og annars íþyngjandi kostnaðar hafi reynst veitingastöðum í Reykjavík erfið. Meira »

Var í raun gjaldþrota á aðfangadag

05:30 Skuldabréfaeigendur sem þátt tóku í að bjarga WOW air frá gjaldþroti í september í fyrra höfðu heimild til að gjaldfella skuldabréfin á aðfangadag í fyrra. Meira »

300 þúsund Haustjógúrtir frá Örnu

05:30 Fyrirtækið Arna í Bolungarvík framleiðir 50% meira af Haustjógúrt fyrirtækisins í ár en í fyrra. Framleiðslan í ár nemur 300 þúsund einingum, en framleiddar voru 200 þúsund jógúrtir í fyrra. Meira »

Kröfur hlaupa á tugum milljóna

05:30 „Við höfum ekki heildarmyndina en kröfurnar hlaupa á tugum milljóna. Hæstu kröfurnar gætu hugsanlega verið á bilinu ein til fjórar milljónir króna.“ Meira »

Bretar aðstoði við að stöðva mengun

Í gær, 22:44 Seyðisfjarðarkaupstaður ætlar að biðja Breta um aðstoð við að stöðva enn frekari mengun af völdum skipsins El Grillo sem var sökkt fyrir 75 árum. Meira »

Þarf að rannsaka betur fjölsótta staði

Í gær, 21:47 „Það þarf að rannsaka betur vinsæla ferðamannastaði eins klettabeltin ofan við Reynisfjöru, með tilliti til hættu á skriðuföllum“ segir Jón Kristinn Helgason, sérfræðingur á sviði skriðufalla og hættumats hjá Veðurstofu Íslands. Skriða féll úr Reynisfjalli í nótt. Meira »

16 sektir á sjö árum

Í gær, 21:23 Fjölmiðlanefnd hefur lagt á sextán stjórnvaldssektir frá því að hún var stofnuð árið 2011. Þær sektir eru allar frá árunum 2013 til 2018 og námu þær samtals 10,1 milljón króna. Þar af námu sektir 365 miðla um 45% sektarfjár tímabilsins eða 4,5 milljónum króna. Meira »

Lærði mikið af hruninu

Í gær, 20:30 Ásgeir Jónsson, sem tók við embætti seðlabankastjóra í dag, segist ekki hafa gert sér grein fyrir því fyrir bankahrunið á hve veikum grunni bankarnir stóðu. Meira »

Þegar Íslendingar girntust Grænland

Í gær, 20:21 Einar Ben, Kristófer Kólumbus, Vidkun Quisling, þýskur bakari, rófubyssur, húsbruni og lagabókin Grágás. Allt kemur þetta við sögu er rifjuð er upp sú tíð þegar með Íslendingum bærðust glæstir draumar um nýtt landnám og eygðir voru möguleikar um að gera „litla og aflvana þjóð að voldugu heimsveldi“. Meira »
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
Sumarhús- Gestahús - Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Stofuskápur úr furu
Skápur í sumarbúðstaðinn til sölu, hæð 2 m, breidd 0,71 m, dýpt 0,35 m. Kr: 10,...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...