„Reyna að festa þetta í sessi“

Verðbólga hefur ekki verið minni frá í ársbyrjun 2011. Matur …
Verðbólga hefur ekki verið minni frá í ársbyrjun 2011. Matur og drykkir lækkuðu í febrúar en föt, skór, flugfargjöld og eldsneyti hækkuðu. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við gerðum kjarasamningana á þessari forsendu, að það voru allar aðstæður til þess að við gætum náð verðbólgunni niður fyrir verðbólgumarkmið Seðlabankans. Þessir kjarasamningar eru að skila kaupmætti.“

Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, í tilefni af nýrri mælingu Hagstofunnar á hækkun neysluverðsvísitölunnar í febrúar.

Verðbólgan hefur verið á hraðri niðurleið að undanförnu og mælist ársverðbólgan í febrúar 2,1%, að því er fram kemur í umfjöllun um verðbólguna í Morgunblaðinu í dag. Hún er komin niður fyrir 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Lækkun verðbólgunnar var eitt meginmarkmið kjarasamninganna á almenna vinnumarkaðinum sem gerðir voru í desember. „Þetta sýnir með ótvíræðum hætti að þetta var hægt og hefur gengið eftir. Verkefnið er að viðhalda stöðugu umhverfi áfram,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »