Uppbyggingin við Flúðir

Flúðir hafa breyst nokkuð á rúmum áratug, en meðal annars …
Flúðir hafa breyst nokkuð á rúmum áratug, en meðal annars hefur Bræðratunguvegur verið lagður. Mynd/Loftmyndir

Síðasta áratug hefur mikið verið byggt upp á Flúðum og kringum bæjarfélagið. Meðal annars var opnaður vegur sem tengir Flúðir við Reykholt og þá hafa tjaldsvæðið og hjólhýsabyggðin fengið upplyftingu. Því til viðbótar hafa þó nokkur hús risið á Flúðum og sumarhús verið byggð í nágrenninu. Þetta er meðal þess sem sjá má á tveimur myndum sem teknar voru yfir Flúðum árin 2000 og 2011, en hér að neðan er hægt að bera myndirnar saman með því að færa stikuna í miðjunni fram og til baka.

Bræðratunguvegur styttir vegalengdina talsvert í Reykholt, en sunnan við veginn hefur verið byggð upp sumarhúsabyggð í landi Borgaráss. Gróðurhúsin á Flúðum hafa einnig verið stækkuð, eins og sjá má á myndunum.

Það er fyrirtækið Loftmyndir sem tók myndirnar, en það hefur síðustu ár tekið myndir úr lofti af öllu landinu og uppfærir þær á eins til átta ára fresti að meðaltali. Hægt er að nota þær til að bera saman þróun yfir áraraðir. Hægt er að færa renninginn í miðjunni fram og til baka og sést þá hvaða breyting hefur átt sér stað. Myndirnar eru báðar teknar á svipuðum tíma að sumri.

Sjá má breytingar á Flúðum og nágreni á þessum tveimur …
Sjá má breytingar á Flúðum og nágreni á þessum tveimur myndum, en þær eru teknar árið 2000 og 2011. Mynd/Loftmyndir
Sjá má breytingar á Flúðum og nágreni á þessum tveimur …
Sjá má breytingar á Flúðum og nágreni á þessum tveimur myndum, en þær eru teknar árið 2000 og 2011. Mynd/Loftmyndir
mbl.is