Sluppu úr snjóflóði á Vífilsfelli

Vífilsfell er 655 metra hátt og vinsælt göngufjall enda rétt ...
Vífilsfell er 655 metra hátt og vinsælt göngufjall enda rétt við borgarmörkin og útsýnið fagurt. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við heyrðum rosalegan hvell undir okkur, eins og fallbyssuskot inni í fjallinu, litum hvor á annan og sáum svo hvernig jörðin byrjaði að gliðna undir okkur,“ segir Gísli Kristján Gunnsteinsson, sem þakkar fyrir að hafa sloppið heill á húfi úr stuttri fjallgöngu rétt við borgarmörkin um helgina.

„Þetta er eins og í bíómyndunum, manni finnst eins og hver sekúnda sé mínúta, en eflaust hafa ekki nema nokkur sekúndubrot verið liðin áður en við uppgötvuðum að við vorum lentir í miðju snjóflóði.“

Gísli segir þetta áminningu um að ekki megi vanmeta fjöll þó þau séu við borgarmörkin. Gísli var á niðurleið af Vífilsfelli ásamt félaga sínum og hundi þegar fjallshlíðin fór af stað undir fótum þeirra. Hann áætlar að flóðið hafi verið milli 300 og 500 metra langt, en þeir bárust sjálfir um 40-50 metra niður hlíðina áður en flóðið stöðvaðist.

Stærðarinnar harðfennisflekar

„Við sluppum sem betur fer ágætlega frá þessu og erum tiltölulega heilir en félagi minn tognaði illa á annarri löppinni,“ segir Gísli.

„Þetta var ekki púðursnjór heldur flekaflóð þar sem snjórinn helst saman og hnullungarnir voru á stærð við kommóður og upp í heilu bílana. Þú pompar þarna á milli og getur ekkert klifrað upp úr þessu, þetta var það stórt. Þannig að þetta var bara guð og lukkan.“

Sjálfur náði Gísli að sögn að halda sér ofan á krapinu en félagi hans, sem var aðeins neðar dróst ofan í flóðið. „Hann sagði mér eftir á að hann hefði bara alveg frosið, þrátt fyrir að vita réttu „handtökin“. Maður hefur heyrt að maður eigi að reyna að synda í þessu og ég reyndi það eins og ég gat, en ég hafði enga stjórn. Maður reynir, en ræður ekki neitt við neitt.“

Þakkar fyrir að ekki fór verr

Gísli og félagi hans eru báðir vanir útivistarmenn og hafa gengið á flest helstu fjöll Íslands. Þeir voru búnir ísöxum og broddum vegna færðarinnar en Gísli segir að eftir á að hyggja hefðu þeir átt að vita betur. Hann segir þessa lífsreynslu hafa verið ágætis áminningu sem fari í reynslubankann, og þakkar fyrir að ekki fór verr.

„Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Við hefðum alveg getað sagt okkur sjálfir að það væri snjóflóðahætta, þarna var harðfenni undir nýföllnum snjó og blautt í snjónum. Manni hættir til að hugsa aðeins öðru vísi af því að þetta er svo nálægt Reykjavík. En þetta er alvörufjall, alveg sama hvort það er við hliðina á borginni eða úti á landi,“ segir Gísli.

„Héðan í frá munum við passa upp á að vera með snjóflóðaýlur og skóflu með í svona, það er ekki nóg að vera bara með brodda og exi. Þetta er ekkert grín.“

Gísli Kristján ásamt hundinum Dreka innan um flekana úr snjóflóðinu. ...
Gísli Kristján ásamt hundinum Dreka innan um flekana úr snjóflóðinu. Honum var brugðið en létt þegar ljóst var að þeir höfðu sloppið heilir á húfi. Ljósmynd/Úr einkasafni
Vífilfelsfell getur verið erfitt uppgöngu að vetri til, um brattar ...
Vífilfelsfell getur verið erfitt uppgöngu að vetri til, um brattar skriður og klappir. mbl.is/Brynjar Gauti
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fækkar um tvo á langlegudeild

07:57 Tvö fiskiskip fóru úr Ísafjarðarhöfn í gær, áleiðis til Belgíu þar sem þau verða rifin í brotajárn. Arnar Kristjánsson, útgerðarmaður hjá Sólbergi ehf., segir að lítið verð fáist fyrir brotajárn en losa verði skipin úr höfninni. Meira »

Fjöldi heilabilaðra mun tvöfaldast

07:37 „Það er stórkostlegur áfangi að fá loksins stefnu í þessum málaflokki, þannig að hægt sé að fara að vinna eftir henni. Vonandi verður mótuð aðgerðaráætlun og farið af alvöru í þennan málaflokk sem er svo brýnn,“ segir Vilborg Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Meira »

Jómfrúarferð Herjólfs í Landeyjahöfn

07:00 Herjólfur IV sigldi í fyrsta sinn í Landeyjahöfn á föstudag og gekk siglingin eins og áætlanir gerðu ráð fyrir.   Meira »

Hitinn víða yfir 20 stig

06:36 Útlit er fyrir svipað veður næstu tvo daga og líklegt að hiti fari víða yfir 20 stig á austurhelmingi landsins, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda

06:30 Íslendingar eru orðnir þreyttir á virðingarleysi áhrifavalda á Instagram en yfir 10 milljónir mynda hafa birst á samfélagsmiðlinum frá Íslandi, segir í frétt BBC. Þar segir að Ísland sé vinsæll áfangastaður þeirra sem vilja ná fullkominni mynd. Meira »

Þrír í haldi vegna heimilisofbeldis

05:58 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá grunaða um heimilisofbeldi og eru þeir vistaðir í fangageymslum lögreglunnar.   Meira »

Aðeins fimm dómar hafa fyrnst í ár

05:30 Aðeins fimm óskilorðsbundnir dómar hafa fyrnst það sem af er ári en á síðustu árum hafa um 30 dómar fyrnst árlega.  Meira »

SAS flýgur til Íslands eftir áætlun

05:30 SAS mun fljúga í dag frá Kaupmannahöfn og Ósló til Keflavíkurflugvallar samkvæmt áætlun. Afgreiðslutímar hafa verið staðfestir, samkvæmt upplýsingum Isavia. Meira »

Kjöt selst í mun meiri mæli

05:30 Mun meira kjöt hefur selst í sumar en í fyrrasumar hjá Kjötsmiðjunni. Mest af kjötinu er íslenskt lambakjöt og söluaukning er einnig til staðar á nautakjöti, sem er innflutt að mestu. Þetta segir Sigurður V. Gunnarsson, forstjóri Kjötsmiðjunnar. Meira »

Mikil vanlíðan í Hagaskóla

05:30 „Á meðan nemendur mínir sitja of margir í litlum loftgæðum og Vinnueftirlitið hefur gefið Reykjavíkurborg frest til 1. október til að bæta úr litlum loftgæðum í átta stofum skólans er fé borgarinnar varið í mathallir og bragga.“ Meira »

Titringur á íbúðamarkaði

05:30 Sérfræðingar hjá Landsbankanum og Íslandsbanka telja að vegna breyttrar stöðu efnahagsmála þurfi mögulega að endurmeta væntingar um söluverð lúxusíbúða í miðborg Reykjavíkur. Vísbendingar séu um að markaðurinn sé mettaður. Meira »

Sala á viftum margfaldast vegna lúsmýs

05:30 Sala á borðviftum hefur margfaldast í sumar, miðað við fyrri ár. Ekki er það eingöngu hitinn sem veldur heldur hræðsla við hið alræmda lúsmý. Meira »

Sýn braut ekki gegn fjölmiðlalögum

Í gær, 23:45 Póst- og fjarskiptastofnun hefur komist að þeirri niðurstöðu að Sýn hafi ekki brotið gegn fjölmiðlalögum.  Meira »

Verði tekinn af skrá yfir heiðursfélaga

Í gær, 23:25 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður og fyrrverandi dómari við Hæstarétt, hefur sent Lögmannafélagi Íslands bréf þar sem hann óskar þess að nafn hans verði tekið af skrá yfir heiðursfélaga. Meira »

Erfiðir tímar án Jóns Þrastar

Í gær, 23:00 Jana Guðjónsdóttir, unnusta Jóns Þrastar Jónssonar sem hvarf sporlaust í Dublin á Írlandi í febrúar, biðlaði til áhorfenda sjónvarpsþáttarins Crimecall í kvöld að láta lögregluna vita ef þeir hafa einhverjar upplýsingar sem tengjast hvarfi hans. „Ég sakna hans svo mikið,“ sagði hún grátandi. Meira »

Nýr seðlabankastjóri skipaður í júlí

Í gær, 22:23 Gengið verður frá skipan nýs seðlabankastjóra í næsta mánuði, að sögn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.  Meira »

Segir úttektina ekki gefa falleinkunn

Í gær, 22:10 „Hér er verið að innleiða þessu nýju lög eins og hjá öðrum sveitarfélögum á landinu. Ég lít ekki á þetta sem áfellisdóm eða falleinkunn heldur leiðbeinandi álit,“ segir bæjarstjóri Hveragerðis um úttekt gæða- og eftirlitsstofnunar félagsþjónustu og barnaverndar á þjónustu við fatlað fólk í bænum. Meira »

Skýrsla um Íslandspóst kynnt á morgun

Í gær, 21:50 Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst ohf. verður kynnt á sameiginlegum fundi fjárlaganefndar og stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í fyrramáli Meira »

„Þyrfti þá að læra íslensku“

Í gær, 21:00 Prestekla er viðvarandi vandamál í ystu byggðum Noregs. Gabriel Are Sandnes var beðinn að þiggja brauðið í Gamvik í nokkrar vikur þrátt fyrir að vera löngu farinn á eftirlaun. Hann ræddi við mbl.is um sorgina á hjara veraldar, þverrandi kirkjusókn og spíritisma. Meira »
Kantsteins og múrviðgerðir
Vertíðin hafin hafið samband í símum 551 4000. 6908000 á verktak@verktak.is e...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
NUDD FYRIR VELLIÐAN OG SLÖKUN.
veldu lifsgæði. veldu slökun og að láta þer líða vel. pantanir í sima 863 ...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...