Varasamar sprungur við Hverfjall

Björgunarsveitarmenn í Mývatnssveit hafa á undanförnum árum ítrekað þurft að aðstoða ökumenn sem hafa lent í vanda við Hverfjall. Það gerðist síðast í dag. Björgunarsveitarmaður segir að vegurinn sé aldrei mokaður, það vanti allar merkingar og að þarna séu varasamar sprungur.

„Mér finnst algjörlega vanta hjá Umhverfisstofnun, af því að þetta er á þeirra forræði, að merkja þetta eitthvað betur, til þess hreinlega að það verði ekki þarna slys,“ segir Gísli Rafn Jónsson, sem er félagi í björgunarsveitinni Stefáni í Mývatnssveit. Hann tekur fram að hann tali í eigin nafni í þessu máli.

Hann segir í samtali við mbl.is, að á undanförnum árum hafi liðsmenn björgunarsveitarinnar farið í fjölmargar ferðir upp að Hverfjalli til að aðstoða bíla sem hafa lent í vanda. Það gerðist enn eina ferðina upp úr klukkan tvö í dag.

Jepplingur hafnaði ofan í sprungu

Að sögn Gísla var um erlenda ferðamenn að ræða sem voru þarna á ferð á bílaleigubíl. Ferðalag þeirra á Hverfjalli endaði með því að framhjól bifreiðarinnar, sem er jepplingur, hafnaði ofan í þröngri sprungu. „Hún er það breið að dekkin fóru alveg niður,“ segir hann ennfremur. Hann tekur þó fram að þarna hafi allt endað vel en það reyndist aftur á móti þrautin þyngri að ná bílnum upp úr sprungunni.

Gísli á sæti í stjórn björgunarsveitarinnar sem fundaði í gær. Þar var m.a. fjallað um erindi sem kom frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg og Vegagerðinni sem hafa beðið björgunarsveitir landsins um að benda á staði sem teljist vera varasamir. 

„Frá þjóðveginum og upp að Hverfjalli er svona rúmur kílómetri upp á bílstæðin. Málið er að þessi vegur aldrei mokaður - aldrei. Þetta er bara sumarvegur. Á þessari leið - og sérstaklega þegar það kemur upp að fjallinu - þá eru sprungur. Ef þú ert ekki akkúrat á veginum, það er náttúrulega búið að fylla upp í sprungurnar [af snjó], þá getur þú hlunkast ofan í þessar sprungur; ekki bara þegar þú ert á bíl heldur líka ef þú ert labbandi,“ segir hann.

Gangandi vegfarendur eiga í hættu á að slasast

Vandamálið að sögn Gísla er að þarna vantar allar merkingar og við það er hann ósáttur. Það skjóti mjög skökku við enda vinsælt útivistarsvæði á meðal ferðamanna. 

„Þarna verðum við að benda á Umhverfisstofnun vegna þess að Hverfjall er friðlýst, 2010 ef ég man rétt, og þar með lendir þetta undir Umhverfisstofnun. Málið er að niður við þjóðveg er ekkert merki um það, í fyrsta lagi að þessi vegur sé aldrei mokaður og í öðru lagi að þeir sem labbi þarna verði að passa sig á að vera á veginum, sem þú veist svosem ekkert hvar er en væri kannski hægt að merkja. Þetta er mál Umhverfisstofnunar.“

Þá segir Gísli að hann hafi margsinnis bent á þetta. „Mér finnst alveg óþarfi að fólk sé stofna sjálfu sér í hættu,“ segir hann og bætir við að það sé stórvarasamt fyrir fólk að ganga upp á fjallið að vetrarlagi. Fólk geti fallið ofan í sprungu og slasað sig.

Heppni að hafa ekki lent í meira veseni

Gísli, sem býr í námunda við fjalllið, segist reglulega sjá fólk reyna að komast upp fjallið. „Það stoppar og er kannski 20 mínútur í miðju fjallinu af því að það veit ekki hvort það eigi að fara upp eða niður,“ segir hann.

„Þetta er óþarfi; það er hægt að koma í veg fyrir svona. Ég held að við séum heppnir að vera ekki búnir að lenda í meira veseni út af þessu máli,“ segir hann.

Að lokum segir hann að það sé ekki síður mikilvægt að ferðaþjónustuaðilar átti sig á stöðuni og komi fólki í skilning um að það eigi ekki að fara inn á svona hliðarvegi sem séu ekki mokaðir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ófærð og vonskuveður

05:54 Allhvöss eða hvöss austanátt verður fyrir norðan í dag með snjókomu, skafrenningi og lélegum akstursskilyrðum. Bætir í vindinn í kvöld og er spáð hvassviðri eða stormi á morgun með snjókomu. Viðvaranir eru í gildi fyrir nánast allt landið. Meira »

Nýtt félag um United Silicon

05:30 Arion banki mun óska eftir því við skiptastjóra þrotabús United Silicon að ganga að veðum sínum í eignum fyrirtækisins, koma þeim eignum í söluferli og freista þess að koma kísilverksmiðjunni aftur í gang. Meira »

Helmingur íbúða á Bifröst seldur

05:30 Félag í eigu Reynis Karlssonar hrl. og Braga Sveinssonar bókaútgefanda hefur keypt helming allra nemenda-, starfsmanna- og hótelíbúða Háskólans á Bifröst fyrir 580 milljónir króna. Meira »

1,5 milljóna gjald á 100 fermetra íbúð

05:30 Reykjavíkurborg innheimtir sem svarar 1,5 milljónum króna í innviðagjald á hverja 100 fermetra í fyrirhuguðum íbúðum í Furugerði við Bústaðaveg. Gjaldið kemur til viðbótar gatnagerðargjaldi. Það nemur samtals um 50 milljónum króna. Meira »

Breikkun tekur 5-7 ár

05:30 Vegagerðin áætlar að það taki fimm til sjö ár að breikka Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Talsverð vinna er eftir við undirbúning og fjármagn hefur ekki verið tryggt á fjárlögum. Meira »

Grunaður um brot gegn barni árum saman

05:27 Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa brotið gegn ungum pilti um nokkurra ára skeið þegar pilturinn var á barnsaldri og unglingur. Meira »

Lenti á hliðinni eftir vindhviðu

05:05 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var tilkynnt um óhapp á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi um eitt í nótt en þar hafði vindhviða feykt tengivangi vöruflutningabifreiðar á hliðina. Meira »

Handtekinn eftir slagsmál

05:07 Einn gistir í fangaklefa lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir slagsmál við skemmtistað í miðborginni á þriðja tímanum í nótt. Meira »

Sigríður ráðin framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu

Í gær, 23:06 Sigríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu. Sigríður er fimmtug, með M.S.c í forystu og stjórnum frá háskólanum á Bifröst og hefur undanfarin ár starfað sem verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Meira »

Um 60 manns voru fastir í óveðri

Í gær, 22:48 Um 30 bílar voru fastir og lokuðu veginum frá Norðurbraut við Hvammstanga að Blönduósi í kvöld. Allir bílarnir eru lausir og vann Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga að því að losa bílana frá klukkan sex til níu í kvöld. Meira »

Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði

Í gær, 22:00 Tugir bíla hafa setið fastir í Víkurskarði vegna veðurs en að sögn lögreglunnar á Akureyri er búið að losa meirihluta þeirra. Meira »

Sex á slysadeild eftir árekstur

Í gær, 21:45 Sex voru fluttir á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla á gatnamótum Snorrabrautar á Sæbrautar.  Meira »

Björgunarsveitir standa í ströngu

Í gær, 21:08 Björgunarsveitir á Norðurlandi hafa verið kallaðar út á þremur stöðum til að aðstoða vegfarendur í vanda. Um 20 bílar eru fastir við Víðigerði, þá sitja nokkrir bílar fastir í Víkurskarði en veginum var lokað vegna umferðaróhapps þegar flutningabíll þveraði veginn. Meira »

Funduðu vegna eldsvoðans

Í gær, 20:40 Viðbragðsaðilar á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu funduðu í dag með Orku náttúrunnar vegna eldsvoðans sem kom upp föstudaginn 12. janúar síðastliðinn. Fundurinn var haldinn af Brunavörnum Árnessýslu og voru viðstaddir fundinn fulltrúar Neyðarlínu, Landsbjargar, Brunavarna Árnessýslu, slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu og Orku náttúrunnar. Meira »

Framtíðartekjur út um gluggann

Í gær, 20:09 Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, segir að framtíðartekjur bæjarins af United Silicon fari út um gluggann með gjaldþroti verksmiðjunnar. Meira »

„Leiðinlegt þegar þetta fer svona“

Í gær, 20:55 „Það er auðvitað leitt þegar stór verkefni sem fjárfestar hafa sett fjármuni í fara svona,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um gjaldþrotabeiðni United Silicon. Meira »

Fyrsta málefnaþing Uppreisnar

Í gær, 20:22 Fyrsta málefnaþing Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, var haldið á laugardaginn. Hátt í þrjátíu Uppreisnarliðar hvaðanæva af landinu komu saman og mótuðu stefnu í fjölda málaflokka. Meira »

Fljúga áfram til Akureyrar

Í gær, 20:05 Ferðaskrifstofan Super Break, sem um miðjan mánuðinn hóf beint flug frá Bretlandi til Akureyrar, mun halda áfram að fljúga norður. Tveimur flugvélum af þremur á vegum ferðaskrifstofunnar var snúið til Keflavíkur í síðustu viku vegna þess að ekki var hægt að lenda á Akureyri. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Sundföt
...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - Tilboð kr. 448.000,-
Stapi er nýtt hús frá 2017 sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan mark...
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson
Olíumálverk eftir Ásgrím Jónsson, málað í Húsafelli. Stærð ca. 70x63 cm. Uppl í ...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...