Hjólaði 320 km og gekk á Hnjúkinn

Ólafur Baldursson og kona hans, Hulda Harðardóttir.
Ólafur Baldursson og kona hans, Hulda Harðardóttir. Mynd/Ólafur Már Björnsson

„Þetta var alveg stórkostlegt í þessu veðri og landið skartaði sínu fegursta,“ segir Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, en hann gerði sér lítið fyrir síðasta föstudag og hjólaði í einum rykk 320 km leið austur í Skaftafell og gekk á topp Hvannadalshnúks. 

Straumurinn á topp Hvannadalshnúks var stríður þessa hvítasunnuhelgi og fengu göngumenn ákjósanlegt veður. Ólafur gekk ásamt konu sinni, Huldu Harðardóttur, og stórum hópi undir leiðsögn Íslenskra fjallaleiðsögumanna. 

„Ég lagði af stað á föstudagsmorgun um fimmleytið. Eftir að hafa stoppað stutt á Selfossi og svo á Hvolsvelli hjólaði ég austur í Vík, þar sem konan mín hitti mig á bílnum. Hún fylgdi mér svo í Skaftafell og var ég kominn þangað um hálfníuleytið. Þar sváfum við í fjóra klukkutíma og svo vorum við komin í Sandfell, þar sem gangan hófst um klukkan fjögur um nótt, og hittum þar hópinn undir leiðsögn Íslenskra fjallaleiðsögumanna,“ segir Ólafur. 

Fólk reif sig úr fötunum í 2.000 metra hæð

Ólafur er vanur fjallgöngumaður en segist aldrei hafa upplifað Hnúkinn í álíka veðri. „Þetta er í áttunda sinn sem ég geng á fjallinu og í sjötta sinn sem ég fer á tindinn en ég hef aldrei áður séð neitt þessu líkt. Ég hef verið þarna í góðu veðri áður, jafnvel mjög góðu, en það var ekkert í líkingu við þetta. Það var logn nánast allan tímann og ég gat eiginlega bara verið á bolnum. Fólk var farið að rífa sig úr fötunum í 2.000 metra hæð. Ég var alveg gapandi hissa,“ segir Ólafur. 

Endurminningarnar helltust yfir hann

Hópurinn sem gekk á Hvannadalshnúk var fjölbreyttur. Meðal annars voru þar þrír Bretar og tveir Svisslendingar. Í hópnum var einnig Tómas Andri Ólafsson, 10 ára göngugarpur. 

„Það var ofboðslega gaman að ganga með þeim dreng. Ég fór fyrst á Hvannadalshnúk árið 1978 þegar ég var 14 ára og gekk sú ferð mjög vel. Það var því gaman að fylgjast með Tómasi ganga, það hrúguðust á mig endurminningarnar frá minni fyrstu ferð. Gangan upp var nógu mikil upplifun í sjálfu sér, og svo bættist þetta ofan á.“ 

Félagsskapurinn skiptir máli

Ferðin upp á topp gekk vel þrátt fyrir að Ólafur hefði að baki um 15 tíma hjólreiðaferð. „Mér leið vel eftir hjólaferðina og ég passaði sérstaklega vel upp á næringuna. Ég hefði líka ekki átt möguleika í þetta nema með stuðningi frá Huldu. Ég var þreyttari en venjulega en tók þetta bara jafnt og þétt. Félagsskapurinn í göngunni var líka ekki af verri endanum, og Jono og María hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum voru frábær.“

Hjólreiðarnar eru annað áhugamál Ólafs og hefur hann töluverða reynslu af löngum hjólaferðum. „Ég stundaði fjallgöngur mikið þegar ég var yngri og var það þá mín aðalíþrótt. Svo undanfarin 10 ár hafa hjólreiðarnar tekið við. Ég hjólaði umhverfis landið árið 2012 og hef þrisvar tekið þátt í Vätternrundan sem er 300 km hjólreiðakeppni sem fer fram í Svíþjóð ár hvert,“ segir Ólafur. 

Vildi upplifa Hnúkinn með konunni

Spurður hvernig honum hafi dottið í hug að sameina þessi tvö áhugamál segir Ólafur tvær ástæður fyrir því. „Ég verð fimmtugur núna í sumar og af því tilefni langaði mig að blanda saman þessum tveimur uppáhaldsíþróttum mínum. Síðan er það svo að við hjónin höfum aldrei farið saman á Hvannadalshnúk. Við höfum farið hvort um sig en okkur langaði að upplifa þetta saman.“

Ekki mátti miklu muna að ekkert yrði úr ferðinni nú í vor. „Allan maímánuð höfðum við verið að bíða eftir vestanátt, sem er besta áttin til þess að byrja í, en hún bara kom ekkert og svo var þetta síðasta mögulega helgin. Þá kom allt í einu þessi fínasta veðurspá og við gátum látið drauminn rætast,“ segir Ólafur. 

Tómas Andri Ólafsson og Ólafur Baldursson
Tómas Andri Ólafsson og Ólafur Baldursson Mynd/Ólafur Már Björnsson
Mynd/Ólafur Baldursson
Hópurinn sem gekk á Hvannadalshnjúk.
Hópurinn sem gekk á Hvannadalshnjúk. Mynd/Ólafur Már Björnsson
Mynd/Ólafur Baldursson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Skólasetningin fer alltaf fram í Björnslundi

08:18 Norðlingaskóli var settur í 15. skipti í gær í útikennslustofu skólans í Björnslundi.  Meira »

Opnað á sameiningu

07:57 „Ef þetta þýðir betri kjör til langframa myndum við ekki setja okkur upp á móti því,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar sameiningar tveggja af stóru viðskiptabönkunum þremur. Meira »

Ágætishaustlægð á leiðinni

06:57 Útlit er fyrir að ágætishaustlægð gangi yfir landið á sunnudag og mánudag með suðaustanátt og rigningu. Gera má ráð fyrir allhvössum vindi, jafnvel hvassviðri fyrir hádegi á sunnudag sunnan- og suðvestanlands. Þessu veðri fylgir rigning í öllum landshlutum og talsverð á Suður- og Suðausturlandi. Meira »

Lofar að gera þetta ekki aftur

06:01 Lögreglan hafði afskipti af þremur drengjum á vespu á Strandvegi síðdegis í gær. Ökumaður vespunnar náði að stinga lögreglu af eftir að hafa losað sig við farþegana tvo, sem voru hjálmlausir. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Enn brunalykt á skólasetningu

05:30 Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sökum þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslustofum árganganna. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Sátu allir við sama borð?

05:30 „Eins og mér var kynnt þetta var sama fermetraverð á öllum íbúðum sem Félag eldri borgara í Reykjavík, FEB, byggði í Árskógum 1 til 3. Skipti þá engu hvort um íbúðir á efstu hæð annars staðar í húsinu væri að ræða,“ segir einstaklingur í FEB sem ekki vill láta nafns síns getið en sótti um íbúð í húsunum. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »
Vantar gæslu fyrir kisu/kisann?
www.kattholt.is rekur hótel fyrir kisu/kisann.Hafið samband við kattholt@katthol...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Legupressur 50 Tonna
Everet UK Legupressur 50 T Loft/glussadrrifnar og einnig hægt að handtjakka. Gæ...
4949 skart hálfesti og armband
Útskriftargjöf, Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu h...