Lenti með veikan farþega

Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli
Frá flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Farþegaflugvél þurfti að lenda á Keflavíkurflugvelli um helgina, þar sem farþegi um borð í henni veiktist. Vélin var á leiðinni frá Los Angeles til London þegar farþeginn kenndi sér meins.

Sjúkrabifreið og lögregla tóku á móti vélinni og var farþeginn fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til skoðunar, segir í frétt frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.

mbl.is