Tölvurnar byrjaðar að læra í HR

Á undanförnum árum hefur mikið frumkvöðlastarf á sviði gervigreindar verið unnið í Háskólanum í Reykjavík. Þar hefur verið þróaður hugbúnaður sem lærir af reynslunni, sem er eitt eftirsóknarverðasta markmiðið í tölvunarfræðunum. Verkefnið er margverðlaunað og nú síðast á alþjóðlegri vísindaráðstefnu. 

Kerfið sem dr. Kristinn Þórisson og samstarfsmenn hans, í skólanum og stofnunum á Ítalíu, Spáni, Sviss og Bretlandi, hafa þróað getur lært af reynslunni og leyst flókin verkefni án leiðbeininga. Til þess að sýna fram á það létu þeir kerfið læra að taka viðtöl með því að láta það fylgjast með og skrásetja nákvæmlega fólk í viðtali, bæði spyrjendur og viðmælendur.

Með því að greina upplýsingar af 20 klst. af samskiptum í viðtölum gat sýndarvélmennið S1 tekið viðtal með fullkomlega réttum setningum og túlkað og notað handa- og höfuðhreyfingar í samræmi við það sem gerist þegar manneskjur tala saman og getur hvort sem er verið í hlutverki spyrils eða þess spurða.

Við mat á gæðum þess sem S1 hafði lært fundust engar villur í setningarskipan, sem telur 100 orð, og langar og flóknar setningar voru algengar, t.d. „Compared to recycling, making new paper produces thirty-five percent more water pollution“ og „More energy is needed to recycle a glass bottle than a can of aluminum“. 

Í tilefni verðlaunanna hefur vísindaritið IADIS Journal of Computer Science & Information Systems boðið Kristni og félögum að undirbúa greinina til heiðursútgáfu í ritinu á næsta ári.

<a href="http://alumni.media.mit.edu/~kris/ftp/AAoNL-wHeadr.pdf">Grein Kristins og félaga</a>

fékk „Outstanding Paper“

<span> verðlaun sem besta grein ráðstefnunnar </span>

Intelligent Systems & Agents í Portúgal í síðasta mánuði. 

mbl.is