Komnir á fullt aftur

Hvalur 9 siglir í átt að landi með langreyðar á …
Hvalur 9 siglir í átt að landi með langreyðar á síðunni. mbl.is/RAX

„Þær hafa gengið illa að undanförnu. Fyrsti túrinn eftir vikulangt stopp vegna brælu var að koma inn,“ segir Gunnlaugur F. Gunnlaugsson, stöðvarstjóri í hvalstöðinni í Hvalfirði, spurður hvernig hvalveiðarnar gangi.

Hafa nú alls veiðst 103 dýr það sem af er sumri, en kvótinn hljóðar upp á 154 langreyðar.

Síðastliðinn mánudag héldu skipin Hvalur 8 og Hvalur 9 til veiða djúpt úti fyrir Vestmannaeyjum og komu að landi með þrjú dýr í gær. Spurður hvort um vænan afla hafi verið að ræða kveður Gunnlaugur já við og bendir á að langreyðarnar hafi mælst 62 og 63 fet. „Það er búið að vera mikil ótíð en við brosum núna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »