Aðalmeðferð í máli Hraunavina lokið

Frá vettvangi í Gálgahrauni í október á síðasta ári.
Frá vettvangi í Gálgahrauni í október á síðasta ári. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Aðalmeðferð í máli allra Hraunavinanna níu sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákærði fyrir brot á lögreglulögum vegna mótmæla í október á síðasta ári lauk í morgun. 

Í gær fóru fram vitnaleiðslur og málflutningur í morgun. Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, verjandi fólksins, segir í samtali við mbl.is að lögreglumennirnir sem báru vitni hafi sammælst um að mótmælin hefðu verið friðsamleg.

Ragnheiður Elfa segist hafa fengið staðfest að um 60 lögreglumenn hefðu verið við mótmælin daginn sem Hraunavinirnir voru handteknir.

Hún segir málið fyrst og fremst snúast um hvort fólkið hafi óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að fara af merktu vinnusvæði þar sem það á að hafa verið. „Við teljum okkur hafa sýnt fram á að fólkið hafi ekki verið á merktu vinnusvæði,“ segir Ragnheiður Elfa. „Þessi fyrirmæli lögreglu voru í raun ólögleg þar sem við eigum öll rétt á að safnast saman og mótmæla með friðsamlegum hætti.“

Hún segir Hraunavinina níu eiga skaðabótakröfu á hendur ríkinu fyrir að hafa verið sviptir frelsi og settir í einangrun, fyrir það eitt að setjast niður með friðsamlegum hætti.

Ekki liggur ekki fyrir hvenær dómur í málinu verður kveðinn upp, en það verður innan fjögurra vikna.

Frétt mbl.is: Að skjóta litla flugu með fallbyssu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka