Bleika slaufan á frímerki

Krabbameinsfélagið hefur hannað frímerki með Bleiku slaufunni og hefur Pósturinn tekið það í sölu. Allur ágóði af sölu frímerkisins rennur beint til Bleiku slaufunnar, herferð Krabbameinsfélagsins gegn krabbameini í konum.

Frímerkjaarkirnar eru til sölu á pósthúsum um allt land út október, í vefverslun krabbameinsfélagsins og verslun þeirra í Skógarhlíð, hægt er að nota frímerkið til þess að senda bréf innanlands og til Evrópu.

Frímerki Krabbameinsfélagsins er unnið í gegnum vöru hjá Póstinum sem nefnist Frímerkin mín, þar getur almenningur jafnt sem fyrirtæki útbúið persónuleg frímerki með allt að 24 myndum að eigin vali á hverja örk.  

mbl.is