Aðeins hálfdrættingur

Rauðglóandi kvika og gas flæðir úr gígnum, eins og ferðafólk …
Rauðglóandi kvika og gas flæðir úr gígnum, eins og ferðafólk og ljósmyndari sáu í útsýnisflugi með þyrlu Norðurflugs í gær. Hraunið þekur 60 ferkílómetra. mbl.is/Árni Sæberg

„Gosið mallar áfram. Það hlýtur að koma að því að það fjari út. Það er núna hálfdrættingur á við það sem var í upphafi, ef það nær því þá,“ segir Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur um stöðu mála við Bárðarbungu.

Enn er mikil jarðskjálftavirkni og sig í Bárðarbunguöskjunni. Jarðskjálftarnir koma í hrinum sem enda oft með stórum skjálfta. Einn slíkur varð um miðjan dag í gær, tæplega 5 að stærð. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri jarðvár hjá Veðurstofu Íslands, segir að vísindamenn séu að velta því fyrir sér hvort hreyfingar á hringsprungu í öskjunni greiði aðgang vatns inn í sprungurnar sem aftur örvi skjálftavirkni.

Hópar vísindamanna nota tímann núna, á meðan ekki eru miklar breytingar á gosinu, til skoða nánar ýmis gögn sem safnað hefur verið og spá í stöðuna, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Loka