Dauð friðuð gæs á vefsíðu ferðaþjónustufyrirtækis

Myndin sem birtist á vefsíðu Icelandic Hunting Adventures. Kanadagæsin er ...
Myndin sem birtist á vefsíðu Icelandic Hunting Adventures. Kanadagæsin er í fremstu röð, yst til hægri. Óvíst er hvaðan myndin kemur.

Norðlenskt ferðaþjónustufyrirtæki sem býður meðal annars upp á gæsaveiðar var með mynd af friðaðri Kanadagæs innan um aðra bráð veiðimanna á vefsíðu sinni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir myndina ekki úr ferð á vegum þess og að myndin eigi ekki heima á vefsíðunni. Búið er að fjarlægja hana.

Vakin var athygli á því að Kanadagæs væri ein þeirra dauðu gæsa sem birtist á mynd á vefsíðu fyrirtækisins Icelandic Hunting Adventures á Facebook-síðu Ungra umhverfissinna. Sú tegund er friðuð á Íslandi. Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, staðfestir að um Kanadagæs sé að ræða.

Að sögn Jóns Inga Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Hunting Adventures, kom það honum á óvart á myndina væri að finna á vefsíðu fyrirtækisins. Eftir að honum var bent á myndina hafi hann haft samband við vefstjóra fyrirtækisins sem hafi gefið þær skýringar að hann hafi fundið myndina á netinu fyrir mörgum árum þegar hann vantaði myndefni. Hann viti ekki hvaðan myndin sé komin upphaflega.

„Þessi mynd er allavega ekki komin frá okkur og á ekki heima á okkar heimasíðu. Það vantaði myndir á sínum tíma og það var eitthvað lítið til af myndum af gæsum. Þetta var nú ekki mjög heppileg mynd, ég verð að viðurkenna það. Hann [vefstjórinn] þekkir kannski ekki vel í sundur gæsir sjálfur,“ segir hann og fullyrðir að hópar á hans vegum hafi aldrei skotið Kanadagæs enda sjáist hún ekki fyrir norðan.

Myndin hefur nú verið fjarlægð af vef Icelandic Hunting Adventures.

Jón Ingi treystir sér ekki til að dæma um hvar myndin sé tekin en af landslaginu að ráða sé hún ekki tekin á Norðurlandi.

Skrifist á skilyrði við gæsaveiðar

Ólafur fuglafræðingur segir það alltaf koma fyrir að friðaðir fuglar sé drepnir hér á landi. Líklegt sé þó að þær aðferðir sem menn beita við gæsaveiðar sé ástæðan fyrir að menn felli Kanadagæs.

„Fyrir óvanan mann er gæs bara gæs. Það er mjög auðvelt að ruglast á gæsategundum, sérstaklega í ljósi þess hvernig gæsaveiðar eru stundaðar. Menn liggja í leyni í dagrenningu og fuglarnir koma inn við fyrstu skímu inn í túnin. Þá er yfirleitt besta veiðin. Þetta eru hópar að koma inn og menn fullir af veiðigleði og „flamma“ bara á þær gæsir sem koma,“ segir Ólafur.

Engu að síður ætti Kanadagæsin að vera vönum veiðimönnum auðþekkt. Ólafur segist þó vilja skrifa það að fuglinn á myndinni hafi verið skotinn á þau skilyrði sem menn veiða gæsina við á morgnana.

Nokkrar gæsategundir séu friðaðar en verði eitthvað fyrir barðinu á veiðimönnum, þá væntanlega fyrst og fremst blesgæsin sem var veidd áður fyrr en sé nú friðuð. Þær komi þúsundum saman frá Grænlandi hingað til lands á haustin á leið til Evrópu. Kanadagæsin sé hins vegar flækingsfugl á Íslandi en sé engu að síðu árviss flækingur. Þrátt fyrir það njóti hún friðunar hérlendis.

Brot gegn lögum um friðun fugla varða við sektum eða fangelsi til allt að tveggja ára og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.

Ólafur segist muna eftir hliðstæðu og enn nöturlegra dæmi um veiðar á friðuðum fuglum.

„Það var annað ferðaþjónustufyrirtæki sem bauð upp á eitthvað sem þeir kölluðu uppstoppunarveiðar og höfðuðu til útlendinga að koma til landsins til að deyða fugla og stoppa upp. Þeir voru með mynd úr slíkri veiðiferð þar sem veiðimaðurinn hélt hróðugur á deyjandi húsönd sem er stranglega friðaður fugl. Þetta fyrirtæki býður ennþá upp á slíkar ferðir en myndina fjarlægðu þeir snarlega af vefnum þegar bent var á lögbrotið,“ segir Ólafur.

Af Facebook-síðu Ungra umhverfissinna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tengist frekar flekahreyfingum en kvikuhreyfingum

14:05 Upptök stóru jarðskjálftanna sem urðu við Grímsey í morgun voru á svonefndu Grímseyjarbelti, norðarlega í Skjálfandadjúpi, og á 10 km dýpi. Þar eru skjálftahrinur algengar. Hrinur af svipaðri stærð og þessi urðu til dæmis í maí og september 1969, um jólaleytið 1980, í september 1988 og í apríl 2013. Meira »

Ökumaður á hraðferð sviptur á staðnum

13:47 Lögreglan á Suðurlandi svipti um helgina erlendan ferðamann ökurétti á staðnum, en maðurinn mældist aka á 155 km hraða á þjóðvegi 1 við Hóla í Hornafirði þar sem hámarkshraði er 90 km. Meira »

Mikilvægt að tryggja svefnstaði

13:31 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar, segir í samtali við mbl.is að íbúum í Grímsey verði síðar í dag sent dreifibréf um það hvernig fyrirbyggja megi eignatjón vegna jarðskjálfta og hvernig bregðast eigi við ef eignatjón verður. Meira »

Hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið

12:38 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hyggst leggja fram frumvarp í mars um breytingar á lögum um lögheimili og aðsetur, en í því verður gert ráð fyrir að hjónum verði heimilt að eiga sitt hvort lögheimilið. Meira »

Ákærðir vegna skattaskulda

11:41 Tveir menn á fertugs- og fimmtugsaldri hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir brot gegn skattalögum og almennum hegningarlögum, vegna starfsemi tveggja einkahlutafélaga sem voru undir þeirra stjórn, Austurstræti 7 ehf. og X 1050 ehf. Meira »

Lýsa yfir óvissustigi vegna skjálfta

11:28 Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna jarðskjálftahrinu úti fyrir Norðurlandi. Jarðskjálftahrina austan við Grímsey heldur áfram en undir morgun mældist skjálfti upp á 5,2. Meira »

Gæti komið annar af svipaðri stærð

10:23 „Okkur þykir líklegast að skjálftavirknin muni deyja út og þetta hafi verið stærsti skjálftinn, en þó gæti komið annar af svipaðri stærð. Við getum ekki útilokað það,“ segir Hildur María Friðriksdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands. Meira »

Ekki hægt að sanda húsagötur

10:35 Sökum mikils vatnsrennslis þýðir ekki að bera sand á göturnar enn sem komið er segir rekstrarstjóri vetrarþjónustu gatna í Reykjavík. Unnið er að því að bera á gangstéttir. Mjög hált er á gangstéttum og í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu og er fólk hvatt til þess að fara varlega. Meira »

„Búinn að sofa sáralítið í nótt“

09:53 „Við héldum í gær að þetta væri að minnka, en svo byrjaði það aftur um kvöldmatarleytið í gærkvöldið og er búið að vera í alla nótt,“ segir Bjarni Magnússon, fyrrverandi hreppstjóri í Grímsey, sem líkt og aðrir Grímseyingar varð vel var við jarðskjálfta upp á 5,2 í morgun. Meira »

„Eins og maður sé frægur“

08:47 „Það er eins og maður sé frægur,“ segir Karel Gunnarsson um áhrifin er hann verður fyrir af notkun samfélagsmiðla á borð við Instagram og Snapchat. Ungt fólk í dag er fyrsta kynslóðin sem hefur alist upp með snjallsíma í höndunum en langtímaáhrif af notkun þeirra eru óþekkt og tilefni til rannsókna. Meira »

Bannað að fara í sumarfrí

08:37 Við köllum hana orðið bolta-sendiherrann okkar því hún stóð vaktina í Frakklandi þegar íslenska landsliðið tók þátt í sögulegu Evrópumóti þar í landi. Nú er hún sendiherra landsins í Rússland og nýtir dýrmæta reynslu þaðan. Til að mynda fær starfsfólkið ekki að fara í sumarfrí fyrr en að móti loknu. Meira »

Áhugi á háhýsi í Breiðholti

08:18 Áhugi er á byggingu 15 hæða háhýsis við Eddufell 2-6 í Breiðholti. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Breiðholtsblaðsins, sem kom út á dögunum. Meira »

Lífsgæðasetur á St. Jóefsspítala

07:57 St. Jósefsspítali mun hýsa lífsgæðasetur, gangi hugmyndir starfshóps á vegum Hafnarfjarðarbæjar eftir.   Meira »

Íbúðum á landinu fjölgar of hægt

07:37 Íbúðum á Íslandi fjölgaði um 1.759 í fyrra en um 1.580 árið áður. Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá sem Íbúðalánasjóður birti á heimasíðu sinni fyrir helgi. Meira »

Mjög hált á höfuðborgarsvæðinu

06:50 Mjög hált er á gangstéttum og stígum á höfuðborgarsvæðinu og í Reykjanesbæ og borgar sig að fara varlega. Ekki hefur verið tilkynnt um neitt vatnstjón enn sem komið er, segir varðstjóri í slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Stærsti skjálftinn hingað til

07:50 Jarðskjálfti sem talið var að væri 4,6 stig reyndist vera 5,2 stig og er þetta stærsti skjálftinn sem hefur mælst við Grímsey síðan jarðskjálftahrinan hófst. Fólk fann skjálftann víða og allt vestur í Skagafjörð segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir á jarðvársviði Veðurstofu Íslands. Meira »

Þrýsta á stjórnvöld varðandi sálfræðiþjónustu

07:06 Samband íslenskra framhaldsskólanema hóf í gær herferð á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að þrýsta á stjórnvöld að bjóða upp á ókeypis sálfræðiþjónustu í framhaldsskólum. Meira »

Skjálfti upp á 4,6 stig

06:11 Jarðskjálftahrinan við Grímsey heldur áfram og hafa tveir stórir skjálftar, 4,4 stig og 4,6 stig, mælst á sjötta tímanum.  Meira »
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Dekk til sölu
2 stk 195x55x15 lítið slitin snjó eða heilsársdekk til sölu ...
215/75X16
Til sölu 2st Contenental dekk notuð 215/75x16 undan Ford Transit húsbíl sterk ...
 
Samkoma
Félagsstarf
Söngsamkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnu...
Aðalfundur
Fundir - mannfagnaðir
Félag sjálfstæðismanna Smáíbúða-...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Aðalskipulag
Tilkynningar
Breyting á Aðalskipulagi Dala...