„Hef skilning á þessari ákvörðun“

Brynjar Níelsson, alþingismaður.
Brynjar Níelsson, alþingismaður. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Ég hef skilning á þessari ákvörðun hennar enda ekki vinnandi við þessar aðstæður.“

Þetta segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is vegna þeirrar ákvörðunar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra að segja af sér ráðherradómi.

„Ég held að hún standi sterkari að vígi á eftir eins og ég hef alltaf sagt. Enda afar erfitt að standa í þessari orrahríð dag eftir dag og reyna að sinna skyldum sínum sem ráðherra. Það býður ekki upp á mikinn vinnufrið. Það er eiginlega ómöguleg staða.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert