Lauk með afsögn og áliti umboðsmanns

Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur tekið sæti á Alþingi að nýju.
Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur tekið sæti á Alþingi að nýju. Eggert Jóhannesson

Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis lítur svo á að mál Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, um meðferð trúnaðargagna í innanríkisráðuneytinu og embættisskyldur hennar hafi lokið með áliti umboðsmanns Alþingis og afsögn hennar sem ráðherra.  Þetta kemur fram í færslu sem Vigdís Hauksdóttir setti á Facebook fyrr í dag, en hún á sæti í nefndinni.

Segir í álitinu að Hanna Birna hafi borið pólitíska ábyrgð með afsögn sinni sem ráðherra og bent á að aðstoðarmaður hennar hafi hlotið dóm fyrir brot í starfi. Meirihluta nefndarinnar skipa þau Vigdís Hauksdóttir, Karl Garðarsson, Haraldur Einarsson, Brynjar Níelsson og Sigríður Andersen.

Samkvæmt Vigdísi var skýrsla nefndarinnar afgreidd úr nefndinni með öllum greiddum atkvæðum, en hún birtir aðeins álit meirihlutans.

Skjáskot af Facebook færslu Vigdísar Hauksdóttur.
Skjáskot af Facebook færslu Vigdísar Hauksdóttur. Mynd/Facebook
mbl.is