Vildu upplýsingar um tollafgreiðslu á byssum

Allsherjar- og menntamálanefndar óskaði eftir upplýsingum frá tollstjóra.
Allsherjar- og menntamálanefndar óskaði eftir upplýsingum frá tollstjóra.

Fulltrúar tollstjóra sátu fund allsherjar- og menntamálanefndar í morgun en þar var byssueign lögreglu til umræðu.

Að sögn Unnar Brár Konráðsdóttur, formanns nefndarinnar, óskaði nefndin eftir upplýsingum um tollafgreiðslu á vélum líkt og vopnunum sem voru flutt voru hingað til lands á dögunum frá Noregi.

Samkvæmt 188. grein tollalaga eru starfsmenn tollstjóra bundnir þagnarskyldu um þau atvik sem þeim verða kunn í starfi sínu eða vegna starfs síns og því var aðeins hægt að ræða almennt um tollafgreiðslu af þessu tagi á fundinum, ekki flutning þessara tilteknu vopna.  

„Almennt er þetta þannig að þegar um er að ræða hervélar innan NATO er undanþága í lögum frá hefðbundnum tollskoðunum,“ segir Unnur Brá í samtali við mbl.is. Ef flytja á inn vopn þarf aftur á móti að leggja fram farmskrá.

Nefndin hefur að undanförnu fengið fulltrúa landhelgisgæslunnar og ríkislögreglustjóra á fund sinn til að skoða umgjörðina í kringum flutning byssanna frá Noregi hingað til lands. Þegar umræðu og athugun nefndarinnar er lokið mun hún senda frá sér stutt álit.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert