Mannslíf minna virði en húshlutar?

Björgunarsveitamenn glíma reglulega við lausar þakplötur í fárviðrum. Árni segir ...
Björgunarsveitamenn glíma reglulega við lausar þakplötur í fárviðrum. Árni segir þetta skapa of mikla hættu fyrir of lítil verðmæti. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég tel að björgunarsveitirnar séu sendar í verkefni þar sem verið er að leggja of mikið að veði fyrir of lítil verðmæti,“ segir björgunarsveitarmaðurinn Árni Tryggvason í samtali við mbl.is. Árni skrifaði pistil á Facebook-síðu sína í gær þar sem hann gagnrýnir hlutverk björgunarsveita í fárviðrum.

Árni, sem hefur verið virkur björgunarsveitarmaður í 33 ár, segir vissulega mikla þörf vera fyrir aðstoð sveitanna á slíkum stundum en varpar fram þeirri spurningu hvers eðlis sú aðstoð eigi að vera. „Við erum til í að leggja mikið á okkur til að bjarga lífi og heilsu samborgaranna, en að mínu mati er okkur því miður of oft vaðið út í allt of áhættusamar aðgerðir til að bjarga dauðum hlutum.“

Væri hægt að fyrirbyggja tjón

Hann bendir á að stór hluti hjálparbeiðna sem berist í fárviðrum snúist um að bjarga forgengilegum hlutum svo sem trampólínum, garðhúsgögnum og fjúkandi þakplötum, sem auðveldlega hefði verið hægt að fyrirbyggja að færu á flakk. Þá sé björgunarsveitamönnum of oft hætt upp á laus húsþök, sem auðveldlega getu svipst af með skelfilegum afleiðingum. 

„Mér finnst það ekki réttlætanlegt að senda menn upp á þak á húsi sem hefur verið viðhald hefur verið vanrækt árum saman og ekki mikil verðmæti liggja í, til að bjarga örfáum ryðguðum bárujárnsplötum. Í slíkum tilfellum ætti frekar að fá björgunarsveitarmenn til að fara í nærliggjandi hús og vara fólk við hættunni,“ segir hann og bætir við að húseigendur þurfi líka að axla þá ábyrgð sem fylgir því að vanrækja eðlilegt viðhald og frágang. 

Of oft farið í hættulegar aðstæður

Þá bendir hann jafnframt á að þegar fárviðri er yfirvofandi sé mikilvægt að viðbúnaður sé þess eðlis að tjón verði í lágmarki. „Væri til að mynda hægt að hafa tiltæka krana og vörubíl með sandpokum. Þá myndi kraninn aka á þá staði þar sem þök væru á hreyfingu og fergja þakið án þess að stefna björgunarmönnum í hættu. Ég hef ekki kannað hvort sú aðferð gangi upp en við þurfum að meta hvort aðrar aðferðir séu mögulegar en þær sem notaðar eru. Vissulega þyrftum við í einhverjum tilfellum að fara í hættulega aðstæður, en það er of oft gert í dag. Svo má nefna að öryggisbúnaður okkar miðast við fjallamennsku en ekki við byggingavinnu sem er allt annars eðlis.“

Árni rifjar upp aðgerð sem hann tók þátt í fyrir nokkrum árum síðan til að bjarga þaki á húsi eins stærsta verktakafyrirtækis landsins. „Við komum þarna ómenntaðir sem iðnaðarmenn en vopnaðir kjarkinum og tókst að koma böndum á og hemja þakið. En inni sátu hópar iðnaðarmanna sem voru að mínu mati mun hæfari til að leysa verkefnið. Þá tók ég þá ákvörðun fyrir sjálfan mig að þetta væri orðið gott í bili.“

Leggja líf sitt í hættu til að koma í veg fyrir smávægileg tjón

Árni segir mikla þörf á hugarfarsbreytingu. „Ég veit af eigin raun að og margir úr okkar röðum veigra ekki fyrir sér að leggja líf sitt og heilsu í stórhættu til þess eins að bjarga hugsanlega örfáum bárujárnsplötum, þakrennu eða trjágrein sem skrapast getur utan í hús og skemmt eitthvað. Hér er að mínu mati kolröng áhersla í aðgerðum.“

„Mannslíf og heilsa eru óbætanleg verðmæti, en því miður virðist svo vera sem of stór hluti björgunarsveitarmanna og þeirra sem aðstoð okkar þiggja þyki okkar líf og heilsa minna virði en annarra. Jafnvel minna virði en húshlutar og auðbætanleg verðmæti.“

Fífldirfska að hindra tjón sem má fyrirbyggja

Hann segir það í margra hugum flokkast undir björgunarafrek og hetjudáð að hemja fjúkandi þakplötur. „Fyrir mér er það fífldirfska að hindra tjón sem auðveldlega má bæta og er ekki mannslífa virði.“

Þá segir Árni að bæturnar sem björgunarsveitarmenn eigi rétt á ef þeir lendi í tjóni í aðgerðum séu grátlega litlar. „Við teljum ekki eftir okkur að missa úr vinnu og hugsanlega vera frá vinnu í einhvern tíma eftir björgun fólks. Ef við lendum í líkamstjóni í aðgerðum tekur daga og vikur að komast á eðlilegar bætur, en slökkviliðsmaðurinn sem stendur við hlið okkar í sömu aðgerð á rétt á bótum strax eftir slys. Því er löngu tímabært að þessi mál verði tekin til gagngerar endurskoðunar, með hag allra að leiðarljósi,“ segir hann.

„Björgunarsveitirnar eru að vinna frábært starf og ég er stoltur af þátttöku minni í því starfi. En engin starfsemi, hversu góð sem hún er, er hafin yfir gagnrýni og best er ef sú gagnrýni kemur innan frá áður en eitthvað fer alvarlega úrskeiðis. Reyndar er orðinn brýn þörf á að sveitirnar fari yfir þau verkefni sem þær sinna á miklu breiðari grundvelli.“

Árni Tryggvason, björgunarsveitarmaður.
Árni Tryggvason, björgunarsveitarmaður. Ljósmynd/Úr einkasafni
Björgunarsveitamönnum er oft hætt upp á laus húsþök, sem auðveldlega ...
Björgunarsveitamönnum er oft hætt upp á laus húsþök, sem auðveldlega getu svipst af með skelfilegum afleiðingum. Ljósmynd/tók Sigurður Ó. Sigurðsson/Landsbjörg
Margir björgunarsveitarmenn veigra ekki fyrir sér að leggja líf sitt ...
Margir björgunarsveitarmenn veigra ekki fyrir sér að leggja líf sitt og heilsu í stórhættu. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjárveiting tryggð til ILS-aðflugsbúnaðar

07:57 Þörf er á fullkomnari aðflugsbúnaði á Akureyrarflugvelli ef hann á að geta þjónað reglulegu millilandaflugi eins og heimamenn vilja. Þá er þörf á því að stækka flugstöðina og flughlaðið. Meira »

Tillaga sjálfstæðismanna felld

07:37 Tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sem flutt var af Kjartani Magnússyni á fundi borgarstjórnar í fyrradag um að undanþiggja Hjálpræðisherinn frá því að greiða gatnagerðar- og byggingarréttargjald vegna úthlutunar lóðar við Suðurlandsbraut 72-74, var felld í borgarstjórn í fyrradag með níu atkvæðum gegn fimm. Meira »

Éljagangur á Reykjanesbraut

06:45 Á Suður- og Suðvesturlandi er hálka eða hálkublettir á flestum vegum. Snjóþekja og éljagangur er á Reykjanesbraut.  Meira »

Skjálfti upp á 3,2 stig

06:41 Jarðskjálfti sem mældist 3,2 að stærð varð í nótt klukkan 02:14 í norðaustanverðum Öræfajökli. Engin merki eru um gosóróa, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

Dagurinn lengist um fimm mínútur

06:06 Sólin hækkar stöðugt á lofti og verður morgundagurinn fimm mínútum lengri en dagurinn í dag, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Vorjafndægur eru 20. mars en þá verður dagurinn um það bil jafnlangur nóttunni. Meira »

Húsleit hjá fiskútflytjanda

05:49 Húsleit var gerð á heimili Sigurðar Gísla Björnssonar, framkvæmdastjóra fiskútflutningsfyrirtækisins Sæmarks.  Meira »

Aðeins BA með fleiri áfangastaði

05:30 Icelandair flýgur nú á 23 áfangastaði í Bandaríkjunum og Kanada. Nýlega tilkynnti fyrirtækið að það hygðist fljúga til Baltimore, San Francisco og Kansas. Meira »

Taki strætó á spítalann

05:30 Við hönnun umferðarmannvirkja við nýjan Landspítala er gert ráð fyrir að mun hærra hlutfall starfsmanna muni ferðast með strætó en nú er. Þyrfti hlutfallið að margfaldast. Meira »

Bíða stokkalausnar

05:30 Vegagerðin kynnti í haust tillögur til úrbóta á Hafnarfjarðarvegi í gegnum Garðabæ. Þær fólu í sér talsverðar breytingar á samgöngumannvirkjum og átti að ráðast í framkvæmdir í vor. Meira »

Hörð deila flugliða og Primera

05:30 Fulltrúar Primera Air Nordic SIA mættu ekki á sáttafund með Flugfreyjufélagi Íslands, sem ríkissáttasemjari boðaði til í gær vegna flugliða í áhöfnum véla sem gerðar eru út frá Íslandi. Meira »

Skortur á legurými er ein helsta skýringin á frestun

05:30 Skortur á legurými er helsta skýring þess að Landspítalinn þarf stundum að grípa til þeirra úrræða að fresta fyrirfram skipulögðum og ákveðnum aðgerðum. Meira »

„Reykjavík er að skrapa botninn“

05:30 „Meirihlutinn ákvað að þæfa málið. Þau hafa ekki viljað ræða þetta,“ segir Áslaug María Friðriksdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Meira »

Nýtt lyf við ADHD lofar góðu

05:30 Nýtt lyf við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) í börnum hefur gefið góða raun. Niðurstaða úr klínískri rannsókn á lyfinu var að koma út í Nature Communications en hún byggist á uppfinningu sem Hákon Hákonarson læknir og forstöðumaður erfðarannsóknastöðvar barnaspítalans við háskólasjúkrahúsið í Fíladelfíu í Bandaríkjunum birti ásamt fleirum í Nature Genetics árið 2011. Meira »

Hálka víða um land

00:01 Hálka er á öllu landinu, að Austurlandi undandskildu, fyrir utan nokkra fjallvegi. Einnig er greiðfært með suðausturströndinni suður í Öræfi en nokkur hálka eða hálkublettir þar fyrir vestan. Meira »

Sveifluðu öxum í Austurbænum

Í gær, 22:50 Lögreglu barst tilkynning um klukkan fimm síðdegis um tvo einstaklinga á Háaleitisbraut sem voru að sveifla hvor sinni öxinni. Í dagbók lögreglu kemur fram að lögreglan hafi skorist í leikinn og afvopnað einstaklingana. Að því loknu voru þeir færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru yfirheyrðir. Meira »

Reisa nýtt hótel í Vík

05:30 Framkvæmdir eru hafnar við nýtt hótel í Vík í Mýrdal. Hótelið mun bera nafnið Hótel Kría og verða þar 72 herbergi og veislusalur. Meira »

Vel heppnaður hátíðarkvöldverður

Í gær, 23:28 Um 140 prúðbúnir gestir mættu í sérstakan hátíðarkvöldverð í sænsku konungshöllinni í kvöld til heiðurs íslensku forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid. Opinber heimsókn forsetans til Svíþjóðar hófst í hádeginu í dag og stendur fram á föstudag. Meira »

Höfðu nánast öll verið á Vogi

Í gær, 21:10 Af þeim sex einstaklingum á aldrinum 20-24 ára sem létust árið 2016 höfðu fimm verið á Vogi, segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir á Vogi. Magnús Ólason, læknir á Reykjalundi, biður lækna að ávísa ekki ópíóíðum til fólks sem glímir við þráláta bakverki. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
Flutnings, heimilis og Airbnb þrif
Vantar þig þrif ? Sendu okkur skilaboð og fáðu tilboð strax í dag! Systur ehf ...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
 
Byggðakvóti
Tilkynningar
Auglýsing vegna úthlutunar byggða...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9 og ka...
Ert þú skapandi
Sérfræðistörf
Ert þú SKAPANDI? Árvakur leitar eftir...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...