Systur framúrskarandi fyrirmyndir

Kærleikskúlan 2014 verður afhjúpuð í dag en þetta er í tólfta sinn sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra selur Kærleikskúluna. Allur ágóði af sölunni rennur til sumar- og helgardvalar fyrir fötluð börn og ungmenni í Reykjadal.

Fyrsta eintakið verður að venju afhent framúrskarandi fyrirmynd.  Að þessu sinni hljóta systurnar Snædís Rán og Áslaug Ýr Hjartardætur Kærleikskúluna. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær í nokkur ár verið virkar í baráttu fatlaðs fólks fyrir mannréttindum. Þær hafa m.a. skrifað greinar, komið fram í fjölmiðlum og notað samfélagsmiðla til að vekja athygli á baráttu sinni. Þannig hafa þær verið öðru fötluðu fólki mikilvæg hvatning og fyrirmyndir og eiga án efa eftir að verða enn öflugri á næstu árum.

Mandarína eftir Davíð Örn Halldórsson er Kærleikskúla ársins 2014. Davíð hlaut meðal annars Carnegie verðlaun árið 2013. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert