Sturlaður stormur í Dalasýslu

„Jæja, nú er kominn morgunn. Lítum aðeins til veðurs, á þetta indæla íslenska veður,“ segir Rebecca Ostenfeld, bóndi á Hólum í Dalasýslu, en hún býr þar með manni sínum og þremur börnum. Þegar hún opnar útidyrnar tekur á móti henni harkalegt íslensk vetrarveður.

Eins og sést á myndbandinu sem hún sendi mbl.is var snarvitlaust veður við bæinn. Myndbandið var tekið um sjöleytið í morgun.

Ef þú átt myndir eða myndbönd af óveðrinu, sendu það endilega á netfrett@mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert