Blönduós-löggan í jólaskapi

Biggi lögga er greinilega ekki eina löggan á landinu sem kann á samfélagsmiðla því lögreglan á Blönduósi sendi frá sér sérstaka jólakveðju á YouTube í dag.

Í myndbandinu sem fylgir hér að neðan má sjá tvo fulltrúa lögreglunnar á Blönduósi keyra upp stuðið með laginu „Ekki um jólin“ með HLH flokkinum og Siggu Beinteins. Það er greinilegt að þeir félagar eru komnir í mikið jólaskap eins og vonandi landinn allur. 

mbl.is