Tillaga um afturköllun væntanleg

„Það mun skýrast nú í janúarmánuði hvenær þingsályktunartillagan kemur fram,“ segir Birgir Ármannsson, formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Tilefnið eru  ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær þess efnis að utanríkisráðherra myndi von bráðar leggja fram aðra þingsályktunartillögu um að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka.

„Það eru engin óvænt tíðindi að forsætisráðherra segi að það séu líkur á því að það komi fram ný þingsályktunartillaga í þinginu um að draga aðildarumsóknina frá 2009 til baka, það gerðu flestir ráð fyrir því,“ bætir Birgir við í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert