Bílvelta í Hrútafirði

Umferð um Hrútafjörð nú síðdegis, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar.
Umferð um Hrútafjörð nú síðdegis, séð úr vefmyndavél Vegagerðarinnar. mynd/Vegagerðin

Ökumaður jepplings missti stjórn á ökutækinu í Hrútafirði í hádeginu í dag með þeím afleiðingum að bifreiðin hafnaði utan vegar og valt.

Lögreglan á Blönduósi segir að ökumaðurinn hafi sloppið án teljandi meiðsla en hann var einn á ferð. Bifreiðin er talin ónýt.

Mikil hálka er á svæðinu og slydda að sögn lögreglu.

mbl.is