Ekið á hross á Vesturlandsvegi

Rétt fyrir miðnætti var tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um nokkur hross á Vesturlandsvegi. Ekið hafði verið á eitt þeirra og varð dýralæknir að aflífa skepnuna. Bifreiðin skemmdist talsvert og þurfti að draga hana af vettvangi. Engin slys urðu á fólki.

Brotist var inn í íbúð á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í gær en þar hafði gluggi verið spenntur upp og talsverðum verðmætum stolið. Innbrotsþjófurinn er ófundinn. 

mbl.is