Ævintýrin enn gerast

Stúlknabandið The Charlies hefur sungið sitt síðasta, en meðlimirnir, Alma Guðmundsdóttir, Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir og Klara Ósk Elíasdóttir ætla að halda áfram ævintýri sínu í Los Angeles. Þar hafa þær búið saman í lítilli íbúð síðustu fimm ár og vinskapurinn hefur aldrei verið sterkari.

Frá því þær voru sem táningar valdar úr hópi hundraða til að skipa hljómsveitina Nylon hafa þær upplifað ævintýralega hluti í tveimur af stærstu borgum heimsins.

„Umgjörðin í kringum okkur úti var mjög góð strax frá fyrsta degi. Teymið var flott og hlutirnir voru í lagi. Við vorum langt frá því að vera ríkar, en okkur var búið þannig umhverfi að við gátum lifað af tónlistinni. Við bjuggum fyrsta árið aðallega á annars flokks hótelum og í rútu, en bara það að geta lifað af tónlistinni var algjörlega frábært,“ segir Steinunn.

Ólíkt því sem margir sjá fyrir sér er líf langflestra tónlistarmanna langt frá því að vera uppfullt af glamúr og gengur miklu frekar út á mikinn aga og dugnað.

„Við vorum á sama tíma og við vorum í tónleikaferðalagi á svokölluðum „School tour“, til að reyna að byggja upp markhóp ungra aðdáenda, þannig að við vöknuðum fyrir allar aldir til að setja á okkur kvöldfarðann og fórum svo í breska grunnskóla og sungum og dönsuðum,“ segir Alma.

„Svo komu spurningar á eftir, þaðan fórum við oftar en ekki beint á útvarpsstöðvar og ef það var ekki tónleikaferðalag í gangi fóru kvöldin í ,,gigg“ á smærri stöðum. Svona gekk þetta dag eftir dag og þetta var frá fyrsta degi brjáluð vinna og ekki alveg sami glamúrinn og margir halda. Við sáum strax að það væri lítill tími fyrir djamm eða vitleysu ef dæmið ætti að ganga upp og ég held ég geti með góðri samvisku sagt að við höfum allar verið gríðarlega einbeittar frá fyrsta degi,“ segir Steinunn.

Árið 2009 komst alvöru skriður á málin og þær fóru loks út til Los Angeles, meðal annars til þess að hitta yfirmenn plötufyrirtækisins Hollywood Records.

„Við mættum þarna skjálfandi á beinunum, ein af okkur fárveik og uppfullar af stressi. Forstjórinn sjálfur tók á móti okkur á skrifstofunni sinni, þar sem okkur var boðið upp á viskí og spurðar hvort við værum ekki klárar í slaginn. Okkur var boðið að syngja á staðnum, sem við gerðum. Þrírödduð lög án undirleiks og í kjölfarið var okkur boðið að skrifa undir samning á staðnum. Okkur fannst við hafa himin höndum tekið og vorum alsælar. En eftir á að hyggja hefði fólkið í kringum okkur átt að ráðleggja okkur betur. Þegar þú færð samning á borðið áttu að fara með hann í öll önnur möguleg plötufyrirtæki og bíða með ákvörðun, í stað þess að skrifa strax undir eins og við gerðum,“ segir Steinunn.

Frá árinu 2013 hefur stefnt í endalok stúlknabandsins The Charlies, þó að það sé ekki fyrr en nú fyrst sem ákvörðunin liggur endanlega fyrir. Þær hafa ákveðið að ljúka því tímabili formlega, en munu þó allar vinna áfram í tónlist og halda áfram að búa saman. Eins segja þær nánast sjálfgefið að þær muni að einhverju marki starfa saman að verkefnum þegar þar að kemur.

„Það er töluvert síðan við áttuðum okkur á því að hæfileikar okkar liggja á ólíkum sviðum, þó að þeir skarist líka. Allt þetta margra ára ferli hefur skerpt á því. Ég hef lengi fundið að mig langar mest að vinna að því að koma tónlist á framfæri og er að fara að stofna fyrirtæki með Soffíu Kristínu Jónsdóttur. Fyrirtækið mun heita Iceland Sync og mun meðal annars sérhæfa sig í að koma íslensku efni til Bandaríkjanna. Við erum þegar byrjaðar að vinna með nokkrum listamönnum, en það þarf varla að taka það fram að ég mun að sjálfsögðu vilja vinna með Ölmu og Klöru í að koma þeirra efni á framfæri,“ segir Steinunn.

„Ég vil einbeita mér að því að semja tónlist fyrir aðra, en mun líka syngja eitthvað sjálf. Hluti af því verður tónlist sem verður væntanlega ólík því sem við höfum gert saman, en það verður að fá að koma dálítið í ljós með tímanum,“ segir Alma.

„Ég mun fyrst og fremst halda áfram að syngja og er komin með drög að plötu, sem ég vona að Íslendingar fái að heyra fyrstir von bráðar,“ segir Klara.

Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir og Alma Guðmundsdóttir.
Steinunn Þóra Camilla Sigurðardóttir, Klara Ósk Elíasdóttir og Alma Guðmundsdóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Bloggað um fréttina

Innlent »

Ljósastýring við Goðafoss?

08:18 Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar hættu sem skapast við einbreiða brú yfir Skjálfandafljót við Goðafoss þegar umferð er sem mest. Meira »

Snjóflóð tengd aukinni umferð

07:57 Smári Sigurðsson, formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að aukin fjölgun snjóflóða af mannavöldum komi ekki á óvart, þar sem hún haldist í hendur við stóraukna ástundun fólks á vetraríþróttum til fjalla. Meira »

Fyrsta flensutilfelli haustsins staðfest

07:37 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir staðfestir að eitt tilfelli af flensu hafi greinst á Landspítalanum í haust.   Meira »

Skrifar Jóni Steinari opið bréf

07:34 Anna Bentína Hermansen, brotaþoli kynferðisofbeldis og íslensks réttarkerfis, skrifar Jóni Steinari Gunnlaugssyni lögmanni opið bréf þar sem hún segist taka áskorun hans um að spjalla á opinberum vettvangi. Þar greinir hún frá því þegar hún leitaði til hans sem lögmanns vegna kynferðislegs ofbeldis. Meira »

Snjór og éljagangur á Öxnadalsheiði

07:05 Vegagerðin varar við hálku og hálkublettum víða um land. Meðal annars er hálka á Hellisheiði og Þrengslum.   Meira »

Blæs úr ýmsum áttum

06:55 Búast má við vestlægri golu eða kalda víða um land í dag og má búast við snjókomu á norðanverðu landinu. Á morgun verður vindur með rólegasta móti en á miðvikudag mun vindur blása af ýmsum áttum og nokkuð drjúg úrkoma fylgir með og er hún líkleg til að vera slydda eða snjókoma um landið norðanvert. Meira »

Fjölgun varaþingmanna eðlileg

05:30 „Fjölgun varamanna á sér eðlilegar skýringar. Við tökum að einhverju leyti meiri þátt í alþjóðastarfi og ég þori að fullyrða að ekkert bruðl sé í gangi vegna þess enda erum við oftast með minnstu sendinefndirnar á alþjóðavettvangi en reynum að taka þátt með sómasamlegum hætti.“ Meira »

Kirkjan tekur afstöðu í umhverfismálum

05:30 Ráðstefnunni Arctic Circle lauk í gær, eftir þriggja daga dagskrá. Við lok ráðstefnunnar settust fimm biskupar frá Norðurlöndum niður og settu fram skýra afstöðu kirknanna til umhverfismála á norðurslóðum. Meira »

„Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“

05:30 Góð stemning og baráttuhugur var í húsnæði BSRB í gær þegar konur á öllum aldri unnu að gerð kröfuspjalda fyrir kvennafrídaginn 24. október. Meira »

Fjárfest í þara fyrir milljarða

05:30 Íslenska kalkþörungafélagið hefur uppi áform um að reisa kalkþörunga- og þangvinnslu í Stykkishólmi og Súðavík.   Meira »

Sala á bílum á pari við árið 2016

05:30 „Við höfum ekki stórar áhyggjur af bílamarkaðnum á Íslandi og það er langur vegur frá því að um hrun á markaðnum sé að ræða enda var septembermánuður þriðji mesti sölumánuðurinn frá 2008. 435 nýskráningar á bifreiðum voru gerðar frá 1. til 20. október og búast má við 200 til 300 skráningum í viðbót út mánuðinn. Það sem af er þessu ári hafa 16.400 bifreiðar verið seldar.“ Meira »

Tilviljun leiddi til listar á leikskóla

05:30 Bandaríski listamaðurinn Richard Spiller lauk nýverið við brúðuleikhússýningu með börnunum á leikskólanum Dvergasteini í Reykjavík. Verkefnið er hugarfóstur hans og Jódísar Hlöðversdóttur, sem er textílhönnuður frá Listaháskóla Íslands og sér um listkennslu í leikskólanum. Meira »

Bann við sæstreng yrði andstætt EES

05:30 Peter Thomas Örebech, lagaprófessor við háskólann í Tromsö, telur að reglurnar sem felast í þriðja orkupakka Evrópusambandsins muni eiga fullkomlega við um Ísland, hafni Íslendingar ekki upptöku hans. Meira »

80% fyrirtækja hafa orðið fyrir netárás

05:30 Samkvæmt nýrri viðhorfskönnun Deloitte á Íslandi hafa 80% fyrirtækja hérlendis orðið fyrir svonefndri „veiðipóstaárás“, en slíkar árásir nefnast „phishing“ á ensku. Meira »

Sólveig hjólar í ritstjóra Markaðarins

00:02 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hjólar í Hörð Ægisson, ritstjóra Markaðarins, í pistli sem hún birtir á Facebook nú í kvöld, en þar segir hún leiðara Harðar í Fréttablaðinu á föstudaginn lýsa „sturlaðri“ stemmningu í „herbúðum óvina vinnandi stétta“. Meira »

Bílvelta í Öxnadal

Í gær, 21:43 Fólksbíll á leið inn Öxnadal valt eftir að hafa runnið af þjóðveginum vegna hálku rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Tveir einstaklingar, sem voru í bílnum, voru fluttir til skoðunar á Sjúkrahúsið á Akureyri með minni háttar meiðsl. Þetta staðfestir lögreglan á Akureyri. Meira »

Komin í húsaskjól eftir skógarvistina

Í gær, 20:34 Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og börn þeirra, Leo og Leona, sem flúðu til Frakklands frá Þýskalandi eft­ir að um­sókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi og áður í Þýskalandi var hafnað, eru nú komin í húsaskjól eftir að hafa hafst við í tjaldi úti í skógi. Meira »

Rannsaka leka í Euro Market-málinu

Í gær, 20:26 Lögreglan á Vesturlandi er nú með til rannsóknar leka á viðkvæmu trúnaðarskjali frá lögreglu sem rataði til verjanda í svokölluðu Euro Market-máli. Fjallað var um málið í kvöldfréttum RÚV, sem segir trúnaðarskjalið vera minnisblað sem mörg lögregluembætti höfðu aðgang að. Meira »

Smíða síðustu bobbingana

Í gær, 19:11 „Við erum bara á síðustu metrunum og ég sé ekki annað en að tæki og tól fari í brotajárn, sem er bara hreinasta hörmung,“ segir Þórarinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Stáldeildarinnar á Akureyri. Meira »
Fasteignir
Ertu að leita að fasteignasala ? Frítt söluverðmat, vertu í sambandi sími ...
Íbúð til leigu á Seltjarnarnesi
Íbúð í einbýlishúsi með sérinngangi. Óskum eftir snyrtilegum, reyklausum og tr...
Infrarauður Saunaklefi -Tilboð 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í okt ( kemur eftir cirka 4 vikur ) annars 329.000
Er á leiðinni færð á Tilboði 299.000 ef greitt er inn á 30.000 í sept( kemur eft...
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...