Falið eignarhald

Enginn vill gangast við Jumdon Finance né veita upplýsingar.
Enginn vill gangast við Jumdon Finance né veita upplýsingar. mbl.is/Árni Sæberg

Huldueigandi smálánafyrirtækisins Hraðpeninga er ekki talinn hafa neina starfsemi á Kýpur. Engin gögn finnast um félagið sem kallast Jumdon Finance Ltd.

Ekki er talið að það hafi skrifstofur á Kýpur og það hefur ekki skilað ársreikningum. Hraðpeningar skiluðu síðast ársreikningi á Íslandi 2011 en í honum kom fram að kýpverska félagið hefði tekið yfir allt hlutafé. Engar breytingar urðu þó á framkvæmdastjórn eða stjórn við kaupin á hlutafénu og engar upplýsingar voru veittar um söluna.

Smálánafyrirtækin eru einu fyrirtækin sem sektuð hafa verið fyrir brot á lögum um neytendalán á Íslandi. Í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins er fjallað um eignarhald Hraðpeninga og rýnt er í löggjöf um neytendalán í Króatíu sem gengur mun lengra í að vernda neytendur á lánamarkaði en íslensk lög gera.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert