Kynþokkafulla skáldið Davíð

Davíð Stefánsson
Davíð Stefánsson

Skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi við Eyjafjörð fæddist 21. janúar 1895 og í dag eru því liðin 120 ár frá fæðingu hans. Frá því fyrsta ljóðabók hans, Svartar fjaðrir, kom út árið 1919 var hann eitt af ástsælustu skáldum þjóðarinnar, ljóð hans urðu almenningseign og við þau samin fjölmörg lög.

Davíð tók snemma ákvörðun um að gerast skáld og nítján ára, árið 1914, sendi hann húsfreyjunni á Hraunum, Ólöfu Einarsdóttur, eftirfarandi skilaboð því til staðfestingar: „Ég ætla að verða skáld.“ Eftir Davíð birtust nokkur ljóð í tímaritinu Eimreiðinni árið 1916 og urðu sum þeirra brátt á allra vörum.

Vorið 1919 lauk Davíð stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík og komst sjálfur svo að orði: „Vorið 1919 tók ég stúdentspróf. Að því loknu fór ég einn upp í Öskjuhlíð og velti mér þar í moldinni, líkt og hestur, sem losaður hefur verið við reiðinginn.“

Höfðaði til ungra kvenna

Haustið 1919 komu Svartar fjaðrir út og hlaut lofsamlega dóma og Davíð vinsældir. Í grein eftir Guðmund Andra Thorsson, rithöfund, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 17. apríl 2004 segir eftirfarandi um Svartar fjaðrir:

„Svartar fjaðrir eftir Davíð sló í gegn þegar hún kom út árið 1919. Hún þótti ekki síst höfða til ungra og eignalítilla kvenna og var kölluð vinnukonubók í niðrunarskyni, enda þótti menntamönnum þá engir lesendur fráleitari en vinnukonur. Sagt hefur verið að Davíð hafi gefið þessum ungu konum ljóð sem túlkuðu drauma þeirra og þrár - kannski það - ég er samt ekki alveg viss: hann höfðaði til þeirra kynferðislega, skapaði handa þeim kynferðislegar fantasíur að skemmta sér við.

Í ljóðum hans í þessari bók er kynferðislegur kraftur, jafnvel ofsi, sem enginn hefur í raun komist í hálfkvisti við - Davíð er með öðrum orðum umfram allt sexí skáld og eftir öðru að Íslendingar vissu ekki almennilega hvað þeir áttu að gera við slíkan mann eftir að hann náði hylli þjóðarinnar: reynt var að finna honum verkefni í þjóðhagslegum tækifæriskveðskap uns svo var farin að dofna tíran á skáldgáfunni að hann fórnaði höndum og æpti upp: Brenni þið vitar!“

Má í þessu sambandi láta fylgja ljóðið Biðlarnir úr Svörtum fjöðrum:

Biðlarnir

Ungfrúin greiddi sér ekki þann dag
og aldrei í spegilinn leit,
sem fyrsti biðillinn barði að dyrum
og bað hana um ástarheit.
Einn ...
Ögn betra en ekki neinn.

Ungfrúin greiddi hár sitt til hálfs
og hornaugu speglinum gaf,
brosti og söng í hálfum hljóðum
og hitnaði löngun af.
Einn ... tveir ...
Og mikið vill meir.

Ungfrúin greiðir sér oft á dag
og ilmvatn í hár sér ber,
horfir í spegilinn hlæjandi,
hoppar og telur á fingrum sér: -
Einn ... tveir ... þrír ...
og bráðum bætist við nýr.

Lesinn af ungum sem gömlum

Níu ljóðabækur Daviðs til viðbótar Svörtum fjöðrum komu út, sú síðasta 1966 að honum látnum en Davíð lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. mars 1964, 69 ára að aldri. Einnig liggja eftir hann leikrit og söguleg skáldsaga um Sölva Helgason.

Davíð bjó lengst af við Eyjafjörð og á Akureyri og starfaði meðal annars lengi sem amtbókavörður á Akureyri. Á sextugsafmæli skáldsins samþykkti bæjarstjórn Akureyrar að gera Davíð að heiðursborgara. Í tillögu bæjarstjórnar sagði eftirfarandi: „Hann er tvímælalaust vinsælasta núlifandi skáld þjóðarinnar og ekkert íslenskt skáld mun nokkru sinni hafa haft jafn marga aðdáendur og lesendur að verkum sínum meðal samtíðarmanna sinna og hann. Skáldrit hans hafa verið jafndáð og lesin af ungum sem gömlum, körlum sem konum af öllum stéttum.“

Enn eru íslenskar hljómsveitir að semja lög við ljóð og kvæði Davíðs og hér að neðan má heyra Konuna með sjalið, sem birtist í Kvæðum árið 1922, í flutningi Ylju

Vanmetinn síðustu áratugi

Rithöfundurinn Súsanna Svavarsdóttir ritaði um ljóðlist Davíðs Stefánssonar í Lesbók Morgunblaðsins 21. janúar 1995, í tilefni af aldarafmæli hans:

„Ljóðlist Davíðs Stefánssonar hefur verið ótrúlega vanmetin síðustu áratugi og hann sjaldnast talinn til meiri háttar skálda þessarar aldar. Sjálfsagt eru margar ástæður fyrir því; sú þó helst að hann orti á hefðbundinn hátt, með stuðla, höfuðstafi og rím á sínum stað og ljóð hans voru talin aðgengileg, jafnvel auðskiljanleg, sem var heldur ósmart eftir að atómskáldskapurinn tók að marka sér sess.

Og oftar en ekki er hægt að lesa ljóð Davíðs eins og litlar sögur um menn og málefni, sjónarhorn hans er mjög persónulegt og því kannski fremur auðvelt að láta hjá líða að skoða þá yfirgripsmiklu veröld sem felst í djúpi hans ritaða orðs.

Það er alveg hægt að lesa ljóð Davíðs eins og andlit á manneskju sem maður hittir einu sinni og dæmir út frá því sem maður sér, ákveður að hún sé óáhugaverð. En missir þá af því að finna út hversu djörfu og ríki lífi hún hefur lifað og hvað hún hefur frá mörgu að segja.“

Helstu dýrgripir þjóðarinnar

Sama dag sagði svo í ritstjórnargrein Morgunblaðsins, en ritstjórar voru þá Matthías Johannessen og Styrmir Gunnarsson:

Þess er að vænta að hundrað ára afmæli hins ástsæla skálds verði til þess að minna rækilega á fegurstu og beztu verk hans því þau eru meðal helztu dýrgripa sem okkur hafa verið gefnir. Það eru ekki einstaklingar eða ákvörðun þeirra sem hafa síðasta orðið, heldur tíminn sem kemur okkur alltaf í opna skjöldu og fer sínu fram hvað sem hver segir. Nú er skáldið unga frá Fagraskógi enn í fylgd með honum, því tíminn tengir sig við þá sem skilja eftir sig mikilvæg verðmæti, hvað sem öllum átökum, já, hvað sem allri samtíð líður.

Lesbók Morgunblaðsins 21. janúar 1995, sem helguð var Davíð Stefánssyni.

Hér að neðan eru fáein ljóð eftir Davíð Stefánsson:

Klausturvín

Í víni geymast vorsins eldar
vetrarlangt í eikartunnu,
og þeir taka á köldum kvöldum
klausturhroll úr munk og nunnu.
Vínið hvíta, vínið rauða
vekur ástir, söng og kvæði.
Ábótinn og abbadísin
eru þyrst og drekka bæði
klausturvínið. Klausturvínið
kneyfað er af fullum skálum.
Vínið brennir forna fjötra,
fyllir klefann ástamálum.
Óðum nálgast óskastundin.
Eldingar um hjörtun fara.
Vætti aldrei vínið rauða
varir þínar, sancta Clara?
--
Ástin þráir vor og veigar,
virðir lítils klaustureiðinn.
Nóttin geymir nautn í skauti.
Náttúran er alltaf heiðin.

Kvenlýsing

Þinn líkami er fagur
sem laufguð björk.
En sálin er ægileg
eyðimörk.

Rottur

Milli þils og moldarveggja
man ég eftir þeim,
ljótu rottunum
með löngu skottunum
og stóru tönnunum
sem storka mönnunum,
sem ýla og tísta
og tönnum gnísta
og naga og naga
nætur og daga.

Fjöldi manna
felur sig á bak við tjöldin.
Þeir narta í orðstír nágrannanna,
niðra þeim sem hafa völdin,
eiga holu í hlýjum bæjum,
hlera og standa á gægjum,
grafa undan stoðum sterkum,
stoltir af sínum myrkraverkum.
Allar nætur, alla daga
er eðli þeirra og saga
að líkjast rottunum
með löngu skottunum
og naga og naga.

Vornótt

Sól fer eldi
um svanatjarnir
og silfurvoga,
rennir sér bak við
reginhafið
í rauðum loga.

Söknuð vekja
síðustu geislar
sólarlagsins.
En svefnveig dreypir
í sálir jarðar
systir dagsins.

Bregður á landið
brosi mildu
frá blómi og stráum.
Vornóttin laugar
vængi sína
í vogum bláum.

Fegurstu perlur
fjaðra sinna
hún foldinni gefur.
Aldan niðar
við unnarsteina
og Ísland sefur.

Og hér að neðan getur svo að heyra fáein lög sem finna má á myndbandavefnum Youtube við ljóð Davíðs Stefánssonar:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Taka athugasemdir ASÍ alvarlega

13:08 „Við tökum athugasemdir ASÍ alvarlega. Það er ljóst að ég mun tryggja það að við munum ekki taka að okkur verkefni sem iðnaðarmenn eða aðrir hafa áhuga á,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar um gagnrýni ASÍ á fyrirkomulag sem gilt hefur um störf fanga undan fangelsa . Meira »

„Menn lifa ekki á kostnaðarmötum“

12:21 „Við höfum ekki rætt þetta í samninganefndinni, en við látum eitthvað kostnaðarmat ekki hafa áhrif á það sem við erum að gera. Við teljum okkur vera að ná launum fyrir fólk sem þarf á því að halda og er á lágum launum í dag,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Meira »

Yfir 600 á biðlista inn á Vog

12:11 „Það er með algjörum ólíkindum að heilbrigðisyfirvöld skuli ekki bregðast við þessum vanda á einhvern hátt. Starfsfólkið á Vogi vinnur allan sólarhringinn á vöktum, alla daga ársins og ekkert má útaf bregða í rekstrinum, hvorki veikindi né aðrar óvæntar uppákomur,“ segir Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ. Meira »

Jón Steinar prófi „sitt eigið meðal“

11:41 „Karlar gera merkilega hluti er mikilvægur og valdeflandi vettvangur en tilvist hans verður hvorki útskýrð eða rökrædd við mann sem skrifar feðraveldi innan gæsalappa og skilur ekki hvað „öruggt svæði“ er,“ segir í yfirlýsingu stjórnenda Facebook-hópsins „Karlar gera merkilega hluti Meira »

Fann pabba sinn eftir 18 ára leit

10:26 Kristín Jónsdóttir komst að því þrítug að hún hafði verið rangfeðruð, þótt faðernið hefði verið staðfest með blóðrannsókn fyrir dómi á sínum tíma. Hún hóf leit að réttum föður og hefur nú fundið hann eftir 18 ára leit. Þjóðskrá skráir hann þó ekki sem föður hennar jafnvel þótt DNA-próf liggi fyrir. Meira »

Rúða brotnaði í flugstjórnarklefanum

08:34 Farþegavél Icelandair á leið frá Orlando í Flórída til Keflavíkur var snúið við og henni lent á Bagotville-flugvellinum í Quebec í Kanada vegna neyðartilfellis. Farþegar í vélinni greina frá atburðarásinni á Twitter og segja að flugmaðurinn hafi tilkynnt að vinstri rúða í flugstjórnarklefanum hafi brotnað. Meira »

Uppgerður braggi undir kostnaðaráætlun

08:18 „Salan hefur gjörsamlega rokið upp og hefur aldrei verið svona mikil. Þetta hefur algjörlega sprungið. Við höfum því lítið annað gert en að framleiða Bragga því það fer mikil handavinna í þetta,“ segir Viktor Sigurjónsson, markaðsstjóri Kristjánsbakarís á Akureyri. Meira »

Mikilvægt að fylgjast með veðurspám

08:05 Með morgninum er búist við vaxandi suðvestlægri átt og upp úr hádegi má búast við hvassviðri eða stormi víða um land með skúrum, en léttir til um landið norðvestanvert. Í kvöld bætir enn í vindinn og útlit er fyrir að hviður geti farið upp í um 40 metra á sekúndu á norðan- og norðaustanverðu landinu. Meira »

Opna á samninga um yfirtöku vallarins

07:57 Bæjarráð Akureyrar hefur samþykkt að óska eftir því að Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar afli gagna til að gera viðskipta- eða rekstraráætlun fyrir Akureyrarflugvöll og kanna áhrif fjölgunar farþega með auknu millilandaflugi og rekstrargrundvöll vallarins. Meira »

Veittu ökuníðingi eftirför

07:41 Um klukkan tvö í nótt veitti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ökumanni eftirför sem virti ekki fyrirmæli um að stöðva bifreiðina. Ökumaðurinn var að lokum stöðvaður við Bolöldu eftir að lögreglubifreið hafði verið ekið utan í bifreið hans. Meira »

Sprengt verður þrisvar á dag

07:37 Miklar framkvæmdir standa yfir á lóð Landspítalans vegna byggingar nýs Landspítala. Nýlega hófust framkvæmdir vegna jarðvinnu við Barnaspítalann. Meira »

Óháðir leggi mat á kröfur

05:30 Samtök atvinnulífsins, SA, leggja til að þau og Starfsgreinasambandið, SGS, feli óháðum aðila að leggja mat á áhrif kröfugerðar sambandsins í kjaramálum á félagsmenn SGS, fyrirtæki, atvinnulífið í heild og opinber fjármál. Meira »

Varaþingmennirnir kosta tugi milljóna

05:30 Færst hefur í vöxt að alþingismenn kalli inn varamenn þegar þeir hverfa af þingi tímabundið. Árið í ár verður metár en það sem af er ári hafa varamenn verið kallaðir inn í 57 skipti. Meira »

Kársnesið í sölu

05:30 Félagið Íslensk fjárfesting hefur á næstu dögum sölu á fyrstu íbúðunum í nýju íbúðarhverfi á Kársnesi.   Meira »

Japanar vilja stórefla tengslin

05:30 Heimsókn Taros Konos, utanríkisráðherra Japans, til Íslands er liður í að efla tengsl ríkjanna. Kono tók þátt í Hringborði norðurslóða í Hörpu. Var þetta í fyrsta sinn sem japanskur utanríkisráðherra kemur til Íslands. Meira »

Annist veghaldið og göngin

05:30 „Ekki liggur fyrir þjónustuáætlun fyrir nýjan iðnaðarveg en þar verður reynt að uppfylla þarfir iðnaðarins til dæmis hvað varðar vetrarþjónustu,“ segir í kynningu Vegagerðarinnar og Hafnarsjóðs Húsavíkur á framkvæmdum við höfn, jarðgöng og veg að iðnaðarsvæðinu á Bakka sem meðal annars var lögð fyrir Skipulagsstofnun. Meira »

Mörg snjóflóð af mannavöldum

05:30 Snjóflóð af mannavöldum voru tíð síðastliðinn vetur og virðast verða tíðari með hverjum vetri. Þetta kemur fram í skýrslunni Snjóflóð á Íslandi veturinn 2017-2018 eftir Óliver Hilmarsson, sérfræðing á sviði snjóflóða hjá Veðurstofu Íslands. Meira »

Einn með allar tölur réttar í jókernum

Í gær, 22:58 Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en rúmir 10 milljarðar króna voru í pott­in­um að þessu sinni. Einn Íslendingur hrósaði þá happi í jókernum og var með fimm jóker­töl­ur rétt­ar í réttri röð og fær hann tvær milljónir króna. Meira »

8 mánuðir fyrir kannabisræktun

Í gær, 21:25 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa haft vörslum sínum 632 kannabisplöntur í sölu- og dreifingarskyni. Plönturnar höfðu mennirnir ræktað um nokkurt skeið, en lögregla lagði hald á þær við húsleit. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Atvinnuhúsnæði til leigu
Atvinnuhúsnæði við Kársnesbraut. 205fm gólfflötur. 120fm milliloft. Lofthæð 7m ...
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 ....
Stórkostlegt úrval af Nuddbekkjum frá 46.000 .... www.egat.is sími 8626194...