Bygging hofs hefst eftir sólmyrkva

Ásatrúarmenn fagna vetrarsólstöðum í Öskjuhlíð.
Ásatrúarmenn fagna vetrarsólstöðum í Öskjuhlíð. mbl.is/Golli

Fyrsta skóflustungan að hofi Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð í Reykjavík verður tekin um leið og sólmyrkvi verður um garð genginn í fyrramálið.

Að sögn Ásatrúarfélagsins er þetta fyrsta höfuðhof sem rís í Evrópu í nærri þúsund ár.

Sérstök athöfn hefst á byggingarsvæðinu í Öskjuhlíð klukkan 8.38 við upphaf sólmyrkvans og verða þá mynduð táknræn vébönd, kveikt á kertum í höfuðáttum og staðarvættum blótað. Þegar myrkvinn nær hámarki klukkan 9.37 verður kveiktur eldur á þeim stað þar sem helgidómurinn rís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »